Úrval - 01.10.1963, Síða 103
MATARÆÐI OG HJARTASJÚKDÓMAR
115
kynhvata (hormóna) og gall-
sýra.
Á fullorðinsárunum er þörf
fyrir þessi efni að mestu leyti
vegna nauðsynlegs viðhalds lík-
amsvefja, en þó er þörfin þá
minni.
Eitt helzta starf lifrarinnar er
að gera mettaðar fitusýrur ó-
mettaðar. Það gerir lifrin með
þvi að fjarlægja auka vatnsefnis-
frumeindirnar úr hinum mett-
uðu fitusýrum. Fitusýrurnar, sem
þannig fást, eru kemiskt virkar
og ganga auðveldlega í samband
við stórar sameindir eggjahvítu-
efna og cholesterols, og þannig
myndast efnablanda, sem kall-
ast lipoeggjahvítuefni (lipoprot-
ein). Þessa efnablöndu flytur
blóðið síðan til ýmissa vefja,
og þar er hún notuð.
Við eðlilegar aðstæðúr helzt
jafnvægi í magni mettaðra dýra-
fitutegunda og cholesterols i
líkamanum. En skortur á slíku
jafnvægi kemur fram hjá sumum
einstaklingum, og hefur slikt i
för með sér ofgnótt af mettuð-
um fitusýrum í blóðinu.
Ástæðan fyrir þessum jafn-
vægisskorti getur verið með-
fædd vangeta lifrarinnar til að
gera fitusýrur þessar ómettaðar.
„Frjálst“ cholesterol safnast
einnig fyrir í blóðinu, vegna
þess að efni þetta getur ekki
myndað lipoeggjahvítuefni með
mettuðum fitusýrum. Líkams-
galli þessi getur leynzt i töluvert
langan tíma, jafnvel árum sam-
an, og hættir honum til þess að
ágerast.
Huaö gerist í slagæðunum?
Hreinsist ofgnótt þessara efna .
ekki úr blóðinu, kann slíkt að
hafa í för með sér, að þau setj-
ist þar að og festist á innra borð
hjartaslagæðar eða einhverrar
greinar hennar. Smám saman
eykst magn efna þessara og lok-
ar smám saman slagæðinni.
Kvilii sá, ei- nefnist hjartakölkun
með æðalokun, hefur myndazt.
Þessi kvilli einkennist af þvi, að
æðaveggirnir þykkna, harðna og
verða ekki eins teygjanlegir.
Að sumu leyti má líkja þessu
við myndun ryðs í vatnsrörum.
Kransæðastífla og kransæða-
lokun eru líkir kvillar að þvi
leyti að i báðum tilfellum hindr-
ast eðlileg' blóðrás. Þegar um
stiflu er að ræða, myndast
„tappi“, sem lokar slagæðinni.
Sumir hjartasérfræðingar á-
lita, að lokun eða stifla geti ekki
myndazt, nema ælðaveggurinn
hafi áður skaddazt, svo sem
kemur fyrir i vissum sjúkdóm-
um.
Önnur hugmynd, sem leitast
við að skýra myndun stíflu, er
sú, að viss tilfelli æðakölkunar
megi rekja til þess, að fitumagn