Úrval - 01.10.1963, Side 104
116
ÚR VAL
blóSsins hafi aukizt og afleið-
ingin geti orðið sú, að hinn
hægi blóðstraumur geti myndað
„tappa“.
Skortur efnisins heparin.
Nýlega hefur tekizt að á-
kvarða, að um 75% þeirra, sem
lifa kransæðastíflu af, vantar
nægilegt magn efnisins heparin
í hlóð sitt. Við eðlilegar aðstæS-
ur hjálpar efni þetta til þess að
halda blóðrennslinu greiðu.
ASrir, sem slíkar rannsóknir
hafa stundað, hafa komið fram
með þá kenningu, að heparin
hefji venjulega viðbragð það,
sem leiðir af sér, að fitusýrur
lifrarinnar eru gerðar ómettaðar,
og að það dragi þannig úr mögu-
leikum á þvi, að ofgnótt þeirra
safnist fyrir i blóðinu, sem
geti síðan stuðlað að myndun
æðalokunar eða stíflu.
Bæði lokun vegna þykktar
æðaveggja, og stífla, veldur þvi
að hinu skaddaða svæði hjarta-
vöðvans berst minna blóðmagn.
Þegar um tiltölulega litlar
skemmdir er að ræða, verð-
ur varanlegur galli hverfandi.
Nýjar æðar mynda viðbótar-
tengsli fyrir blóðstraum fram
hjá hinum skaddaða vef, sem
fyrr eða síðar tekur siðan aftur
til við sitt fyrra starf.
Hafi lokun eða stifla myndazt
í stórri æð, þannig að slikt
hafi áhrif á tiltölulega stóran
hluta hjartavöðva, verða afleið-
ingarnar oft óhagstæðari, og
margir sjúklingar lifa ekki sjálft
kastið af eða hið hættulega aftur-
batatímabil, er annars fylgir á
eftir, en það eru um 6 vikur.
Rannsókn á mataræði.
Vegna þess arna veröum við
að athuga þýðingu mataræðisins
í sambandi við aukningu krans-
æðasjúkdóma.
Rannsókn ein hefur dregið
fram sönnunargögn fyrir þvi,
hversu mikla þýðingu daglegt
mataræði hefur. Þessi sérstaka
rannsókn var fólgin í þvi, að
fylgzt var með 100 sjúklingum,
er fengið höfðu kransæðasjúk-
dóma. Var fylgzt með hópnum