Úrval - 01.10.1963, Side 105
MATARÆÐl OG HJARTASJÚKDÓMAR
117
í 12 ár samfleitt. 50 þessara
sjúklinga voru látnir hafa sér-
stakt mataræði, og neyttu þeir
venjulegs magns af dýrafitu,
eggjahvituefnum og kolvetnum.
Hinir 50 voru látnir neyta fæðu,
sem innihélt lítið af fituefnum.
í lok rannsóknatímabilsins
voru allir 50, sem neyttu venju-
legs fæðis, látnir, en 19 þeirra,
sem neyttu fæðis, sem inniliélt
lítið af fituefnum, lifðu enn,
þ. e. a. s. 38% þess hóps. Þótt
ekki sé hægt að draga óyggjandi
niðurstöður af rannsókn þessari
einni saman, hvað þetta atriði
snertir, virðist hún þó benda til
nauðsynar þess, að við höfum
í huga tengslin mili rétts mata-
ræðis og hrausts hjarta.
Þjóðarauður og hjartasjúkdóm-
ar.
Skýrslur sýna, að meðal þjóða
þeirra, sem lifa við bezt lífskjör,
eru kransæðasjúkdómar algeng-
astir. Þetta getur vart verið til-
viljun, heldur virðist mega
tengja þetta lífsháttum þjóða
þessara og þá sérstaklega matar-
æði þeirra.
Þegar lifskjör batna, breytast
kröfur yfirleitt um mataræði,
og er þá um aukna neyzlu dýra-
fitu að ræða, með aukinni neyzlu
smjörs, rjómaíss, mjólkur, osts,
eggja og svínaflesks, einnig dýra-
fitu í ýmiss konar feiti, sem not-
uð er til bökunar og steikingar.
Skýrslur benda til þess, að dán-
tala af völdum hjartahjúkdóma
meðal þióða þessara sé 4-5 sinn-
um hærri en meðal þjóða, sem
neyta litillar dýrafitu.
í báðum heimsstyrjöldunum
var Þýzkaland næstum umkringt
óvinum eða sigruðum löndum,
einkum síðari hluta stríðsár-
anna. Þessi innilokun landsins
kom næstum alveg í veg fyrir
innflutning matvæla. Vegna
þess ástands var nautgripum,
kindum og svinum slátrað í
stærri stil en tókst að endurnýja
búpeningsstofna þessa. Þannig
myndaðist mikill skortur á kjöti
og dýrafitu.
Samtímis þessu dró mjög úr
kransæðasjúkdómum, og komst
fjöldi tilfella langt niður fyrir
töluna fyrir striðið. En þegar