Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 116
128
URVAL
voru vissulega leifarnar af liin-
um miklu sléttubjörnum fyrri
tima. Þegar Oeming haföi fært
sönnur á þetta, lýstu yfirvöld
Albertafylkis þvi yfir, að 10.000
fermílur í Svanahæðum skyldu
héðan í frá skoðast verndar-
svæði risabjarndýranna.
ílámarkið á starfsferli Oem-
ings var opnun dýrabúgarðs-
ins mikla i Atberta þ. 1. ágúst,
1959. Hann á sér ef til vill engan
sinn lílca sem „náttúrleg" rann-
sóknastofa og athugunastöð. Á
hverjum degi fást ýtarlegar upp-
lýsingar um lif dýranna.
Snemma komust menn til dæmis-
að því, að það er ekki kven-
gaupan, sem sinnir ungunum,
heldur karldýrið. Það reyndist
þvi nauðsynlegt að láta ungana
liafast við hjá föðurnum, til
þess að takast mætti að ala þá
upp á búgarðinum, því að móð-
urinni stóð svo hjartanlega á
sama um allt matarstúss og önri-
ur húsverk.
Löngum hefur hrafninn vakið
ótta og fyrirlitningu mannsins.
Lögð hafa verið fyrir hann ýmis
gáfnapróf á búgarðinum, og
niðurstöðurnar sýna, að hann er
eitt gáfaðasta dýrið í riki Móður
Náttúru. A1 hefur kennt heim-
ilishrafninum sinum, honum
Jake, að telja upp að sjö, og
Jake hefur sýnt A1 felustað í
klettum, þar sem hann geymir
birgðir ag kjöti, þar sem hann
getur fengið sér snarl, þegar
honum sýnist. Þar að auki á
Jake það til að fljúga beint nið-
ur á gangstígana, týna upp
vindlingastubb og krunka reiði-
lega til þess að sýna fyrirlitn-
ingu sína á hirðuleysi mann-
anna. Síðan veltir hann sér um
hrygg og lætur sem liðið hafi
yfir hann.
Oeming ferðast 150.000 mílur
á ári hverju í bílum, flugvélum
og fótgangandi i stöðugri leit
að nýjum dýrategundum. Einu
sinni á ári ferðast hann á milli
dýragarðanna og selur þeim þau
dýr, sem aígangs eru hjá hon-
um, og þannig hefur hann á-
unnið sér orð sem einn aðal
sölumaður ótaminna dýra i
Norður-Ameriku.
En hann reynir stöðugt að fá
fólk til þess að skilja liina
geysilegu þýðingu dýravernd-
unar. Fyrirlestrar hans, kvik-
myndir, sjónvarpsþættir og
blaðagreinar miða að því að
hvetja opinberar stofnanir og
borgara til þess að gerast hlynnt
hinum villtu dvrum náttúrunn-
ar, sem stöðugt fer hér fækk-
andi. „Við höfum fengið örkina
hans Nóa til þess að velta all-
óþyrmilega,“ segir Oeming, „og
það er hættulegt. Maðurinn er
gæzlumaður náttúrunnar, en
ekki húsbóndi hennar og herra.“