Úrval - 01.10.1963, Side 119
SUÐURSKA UTSLANDIÐ — ANTARKTIKA
131
þangað greiðar flugsamgöngur.
Einn þáttur hinna yfirgrips-
miktu rannsókna, er gerðar voru
jarðeðlisfræðiárið, 1957—1958,
fór fram á Suðurskautslandinu.
Hófst með því samvinna nokk-
urra þjóða um rannsókn þessa
landsvæðis og hefur hún haldizt
siðan. 1 desember 1959 var
undirritaður í Washington samn-
ingur um þessa samvinnu, og
taka þátt í henni eftirtaldar 12
þjóðir: Argentína, Ástralía,
Bandaríkin, Belgía, Chile, Frakk-
land, Japan, Noregur, Nýja-
Sjáland, Sovétríkin, Suður-Afr-
íka og Stóra-Bretland. Samning-
urinn er gerður til 30 ára. Á
þeim tíma má engin þessara
jjjóða helga sé nein svæði eða
hlunnindi á Suðurskautsland-
inu, ekki hafa þar herstöðvar,
ekki gera þar kjarnorkuspreng-
ingar, né flytja þangað geisla-
virkan úrgang'. Aftur á móti er
gert ráð fyrir náinni samvinnu
þessara þjóða um vísindalegar
rannsóknir á suðurskautssvæð-
inu, en samningssvæðið nær yfir
Suðurskautslandið og höf og
eyjar sunnan 40. breiddarbaugs.
Eins og er starfrækja 9 þjóðir
samtals 35 rannsóknastöðvar á
þessu svæði. Rannsóknarverk-
efnin eru margvísleg, en- aðal-
verkefnin eru viðkomandi jarð-
fræði, jarðeðlisfræði, landa-
fræði, landmælingum, jöld(a-
fræði, veðurfræði, haffræði og'
liffræði. Af mikilvægum sér-
verkefnum má nefna rannsóknir
á norðurljósum (suðurljósum),
geimgeislum, jarðsegulmagni og
jarðhræringum.
Ef miðað er við berggrunninn
undir jöklinum, þá er Suður-
skautslandið ekki eitt land,
heldur mörg lönd eða eyjar.
Langstærst er meginlandið, sem
liggur þeim megin, er horfir til
Afríku og Ástralíu, og svipar
þessum meginlöndum um margt
hverju til annars. Hinum megin,
þar sem horfir til S-Ameríku,
eru mjög hálendar eyjar og koma
toppar hæstu fjallgarðanna upp
úr íshellunni. Nyrsti fjallgarð-
urinn myndar langan skaga í
áttina til S-Ameríku. Eru þetta
fellingafjöll í áframhaldi af And-
esfjöllunum. í lægðinni milli
meginlandsins og hinna hálendu
eyja er íshellan mjög þykk, en
mesta þykkt hennar, sem mælzt
hefur, er 4.270 m. Við báða enda
þessarar lægðar við Weddel-
hafið og við Ross-hafið, liggja
eins og flóar inn undir íshell-
unna og er isinn þar á floti, ís-
þiljur. (1. mynd).
Jurta- og dýralíf.
Enda þótt Suðurskautslandið
sé ein samfelld jökulbreiða,
standa á nokkrum stöðum ís-
lausir fjallhryggir og tindar