Úrval - 01.10.1963, Side 122
134
URVAL
ið eru naktir, þang og þari sést
hvergi.
Það, sem mest hindrar jurta-
gróðurinn á hinum íslausu svæð-
um Suðurskautslandsins, er auð-
vitað kuldinn. Á veturna eru
frosthörkurnar þarna þær
mestu, sem mældar hafa verið
á jörðinni, en á sumrin kemst
hitinn á hlýjustu stöðunum að-
eins öðru hverju upp fyrir frost-
mark. Úrkoma er þarna mjög
iítil, oftast snjór, og þar sem
snjór bráðnar af sóiarhitanum,
gufar vatnið mjög fljótt upp,
vegna hinna þurru vinda. Tjarn-
ir eða vötn eru fá og oftast ísi
lögð stundum mjög sölt.
Á Suðurskautslandinu finnast
ekki nema þrjár blómaplöntur.
Finnast þær aðeins fyrir norðan
64. breiddarbaug-, á skaganum,
er gengur í áttina til S-Ameríku.
Plöntur þessar eru tvær gras-
tegundir af ættkvíslinni Desch-
aampsia og smávaxin jurt að
nafni Colobanthus crassifolius
D-Urville. Annars staðar á Suð-
urskautslandinu finnast aðeins
þörungar, fléttur og mosar. Af
leifum þessara jurta myndast
örþunnt jarðvegslag, einkum á
varpstöðvum fuglanna og í
grennd við þær. Gerlagróður í
þessum jarðvegi virðist vera
mjög svipaður og á öðrum stöð-
um á hnettinum. Meira að segja
hafa fundizt þarna köfnuarefnis-
bindandi gerlar. Um sveppi er
aftiir á móti mjög litið.
Þörungarnir eru sá flokkur
plantna, sem mest er af á Suður-
skautslandinu. Venjulega finnast
þeir skammt frá ströndinni, og
þeir vaxa bæði á landi og í
tjörnum. Oft eru þeir við ís-
rendur, þar sem raka er að
finna af völdum sólbráðar. Meira
að segja geta sumir þeirra vaxið
á sjálfum ísnum og lita þeir
hann þá stundum grænan eða
rauðan. Mest áberandi eru blá-
grænþörungar og grænþörungar,
en af kisilþörungum er einnig
mikið, aðallega í tjörnum.
Harðgerðustu plönturnar á
Suðurskautslandinu eru flétturn-
ar. Teygja þær sig lengra en
aðrar plöntur inn á hina líflausu
eyðimörk. Finnast þær á fjalla-
toppum langt inni í landinu.
Fléttutegundirnar eru af ættum,
sem algengar eru annars staðar
á jörðinni.
Af lægri dýrum er mjög litið
á Suðurskautslandinu. í tjörnum
finnast frumdýr, hjóldýr og orm-
ar, og auk þess ein rækjutegund,
Branchinecta granulosa Daday.
Sniglar eða fiskar finnast þar
ekki. Á landi finnast nolckur
skordýr, köngulær, maurar, lýs
og stökkskottur. Um hélmingur
þessara dý'rategunda erú sníklar
á fugli eða á sel. Stærsta land-