Úrval - 01.10.1963, Page 125
Hjónabönd í Burma
/
í Austurlöndum hafa konui viða átt við mikið
ófrelsi að búa, og er svo víða enn. Þó njóta eigiti-
konur í Burma fjárhagslegs og þjóðfélagslegs
sjálfstæðis, sem konur í mörgum löndum þar
eystra mættu öfunda þær af. Og líkt og á Islandi,
halda þær sinu eigin fulla nafni að giftingu
lokinni.
Eftir Reba Lewis.
URMA-BUAR eiga
frægan málshátt, sem
hijóðar svo: „Múnkar
og einsetumenn eru
fallegir, þegar þeir
eru magrir, ferfætl-
ingar þegar þeir eru feitir, karl-
menn þegar þeir eru lærðir og
konur þegar þær eru giftar." Og
giftar konur á Burma geta verið
fallegar, því að þær eru ekki að-
eins elskaðar — sem ekki er ó-
venjulegt fyrir giftar konur hvar
í heiminum sem er — heldur eru
þær einnig efnahagslega og þjóð-
félagslega sjálfstæðar.
Þeg'ar Burma-stúlka giftist,
breytir hún ekki nafni sínu. Sé
hún læknir eða lögfræðingur, er
alls ekki ætlazt til þess að hún
hætti starfi sínu og eyði ])ví sein
eftir er ævinnar í eldhúsinu. Ef
eiginmaður hennar er kaupsýslu-
maður, verður hún brátt starfs-
félagi hans. Sé hún óhamingju-
söm — og það er óvenjulegt,
vegna þess að flest hjónabönd á
Burma eru tiltölulega vel heppn-
uð —- er fremur auðvelt að fá
skilnað án þess að það þyki nokk-
ur smánarblettur. Meðal Búddha-
trúarmanna á Burma geta hjón
komið sér saman um að skilja, ef
þau kæra sig ekki um að búa
lengur saman. Og ef eiginmaður-
inn deyr, þá er ekkjan a. m. k.
—• Unesco Courier —
137