Úrval - 01.10.1963, Page 126
138
örugg' um aS fá mestan hluta
eignanna eftir hann og hún þarf
ekki aS óttast neitt þjóðfélágs-
legt forboð (taboo) ef hún skyldi
ákveða að giftast aftur.
„Öldum saman hafa konurnar
á Bnrma ráðið örlögum sínum,
bæði lagalega og samkvæmt
erfðavenjum. Og samt halda þess-
ar „dætur draumóramanna“,
eins og þær eru stundum kallað-
ar, fast við þann liugarburð, að
eiginmaðurinn sé herra og hús-
bóndi, þar sem sannleikurinn er
raunverulega sá, að næstum hver
einasta mikilvæg ákvörðun er
tekin af eiginkonunni. Þannig
gengur eiginkonan á daginn
feimnislega1 nokkur skref á eftir
manni sínum, tii að gefa í skyn
yfirburði hans, en um nætur,
þegar hætta er á ferðum, fer hún
á undan og ber ljósker til að
lýsa honum leiðina.
Jafnvel í Burma er giftingar-
athöfnin tákn þess sambands, sem
verða mun miili hjónanna, vegna
þess að konan skuldbindur sig
ekki til að „elska, virða og hlýða“
og karlmaðurinn tekur ekki á sig
ábyrgð á velferð hennar. Gift-
ingin er algerlega borgaralegs
eðlis og hefur enga trúarlega
þýðingu, vegna þess að Buddha-
prestarnir, sem afneitað hafa öll-
um veraldlegum unaðssemdum,
taka aldrei þátt í siíkum athöfn-
um. En til þess að veita hjóna-
Ú R V A L
vígslunni virðuleika, lesa Mani-
puri Brahmanar, — afkomendur
þeirra, sem fluttir voru frá Ass-
am, þegar Anawratha Burma-
konungur lagði undir sig þennan
hluta Indlands, oft upp í löng og
rómantisk erindi á Sanskrit eða
Pali.
Nú er það orðið venjulegra að
einhver heldri maður komi opin-
berlega fram við giftingarathöfn-
ina. Með íburðarmiklu málskrúði
hrósar hann foreldrum, öfum og
ömmum brúðhjónanna og lýsir
því næst ýtarlega eiginleikum
þeirra sjálfra. Meðan hann talar
er stöðugt mas og hlátur að
heyra meðal gestanna, sem hafa
meiri áhuga á því að horfa á
brúðina, en hlusta á lofræðu
hans.
Burmaisk brúður er hrífandi
sjón. Hvort sem hún er frá
sveitaþorpi, klædd einföldu silki-
lungyi og blússu og einungis
skreytt með blómum, eða hún
er úr borginni, klædd lungyi,
skreyttu perlum og nylonblússu
settri rúbinum, þá.vekur hún allt-
af óblandna aðdáun. Allar brúðir
greiða hár sitt fallega, jjannig að
það ris hátt upp frá höfðinu að
framan og fellur svo niður um
axlirnar eins og mjúkt, svart
ský.
Brúðguminn fellur venjulega i
skuggann vegna þokka brúðar
sinnar, en klæðnaður hans er