Úrval - 01.10.1963, Page 130
142
en ekki heyrnarlaust, væri bezta
lausnin augsýnilega heyranleg
túlkun í mynd orða. En það er
erfiðast að framkvæma slikt, og
til þess myndi þurfa tiltölulega
stóra vél. Lestur stafa, sem ekki
er heyranlegur, er tæknilega
einfaldara atriði, en það dregur
úr lestrarhraðanum. Slík vél
þyrfti kannske ekki að vera
stærri en svo, að vel væri ger-
legt að bera hana á sér. Fæstar
vélar í þessum flokk, sem enn
hafa verið búnar til eða stungið
hefur verið upp á, hafa í raun
og veru ekki nefnt nafn stafsins,
heldur hafa heyrzt frá þeim
tónar, samhljómar eða nótur,
en hvert slikt merlci táknar einn
vissan staf. Þess háttar vélar
eru injög erfiðar í notkun, að
minnsta kosti ef maðurinn, sem
notar hana, hefur ekki gott „tón-
eyra“.
Hvað vélar fyrir daufdumba
snertir, verður slík vél að
vinna þannig, að hún nái til
þreifiskynsins staf fyrir staf.
Því miður eru flestir daufdumbir
af einhverri ástæðu ófærir um
að lesa Brailleskrift. Mögulegt
er að tala við suma þeirra með
þvi að nota „stafrófshanzka".
Það eru þunnir hanzkar, merktir
á sérstökum stöðum með stöfum
stafrófsins. Sá, sem talar, þrýstir
á vissa staði, og les hinn dauf- ’
ÚR VAL
dumbi þannig úr merkjunum, að
þau tákna vissa stafi.
Stundum kann að verða þörf
fyrir gerviraddtæki, eftir að
barkahöfuðið hefur verið tekið
burt með uppskurði, eða þegar
hindrun í barkahöfðinu hefur
verið rutt úr vegi með því að
búa til op utan á hálsinum inn
í barkann. Einnig getur ástæðan
fyrir þörf á slíku tæki verið sú,
að raddböndin hafa algerlega
lamazt eða þá öndunarvöðvar
(þ. e. við lömunarveiki) og önd-
un verður að fara fram gegnum
op, sem gert er utan á hálsinum
inn í barkann. Slík hjálpartæki
framleiða hljóð, sem má um-
skapa í mál með eðlilegum hreyf-
ingum tungu, vara kjálka, o. s.
frv. Margs konar „útvortis-vibra-
torar“ geta beint hljóðum inn í
munninn, annað hvort gegnum
slöngu, sem liggur á milli var-
anna eða með leiðslum gegnum
vefi hálsins. Nýlega hefur verið
smíðað tæki, er nefnist „munn-
vibrator, og sér það um hljóða-
framleiðslu inni í munninum.
Það er nokkurs konar lítil gervi-
þind, sem titrar fyrir áhrif raf-
straums. Tæki þetta er borið i
munninum og hefur ýmsa kosti
fram yfir „útvortis-vibrátora“.
Það er þæg'ilegra í notkun, og
yfirleitt framkallar það hærra
og skiljanlegra mál. Nú er farið
að framleiða „munn-vibratora“