Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 138
150
UR VAL
Garden, einmitt þegar stóð á
æfingum fjölleikaflokksins, og
ráðningarstjórinn hafði ýtt
henni inn í röð stúlkna, sem
voru í „Skrautinu“, og síðan
hafði hún starfað hjá ftokknum.
Eldhúsið og matsalurinn var
í mjórri byggingu, sem leit út
eins og matsahir fangelsis. Tjald
skipti byggingunni í tvo hluta.
Anne sagði mér, að annar hlut-
inn væri fyrir verkamennina,
en hinn fyrir listafólkið og yfir-
mennina.
„Hér rikir ströng stéttarskipt-
ing,“ sagði hún. „Það er ætl-
azt til, að listafólkið haldi hóp-
inn og umgangist ekki verka-
mennina meira en þörf gerist."
Við borðið voru sagðar fjöl-
margár sögur af slysum og ó-
höppum fjölleikahúslífsins. Yfir
sögunum hvíldi léttur blær glað-
værðar. „Það steinleið yfir mig
í hringsnúningnum í dag.“. . .
„Ég held, að það hafi brotnað
eitthvert bein i annarri löpp-
inni á mér.“ . . Þessar sögur
voru mér ekki nein uppörvun.
En nautakjötskássan var góð,
og ég sneri aftur til tjaldsins
með fullan maga og reiðubúin
að fá mér svolitinn lúr.
En þess í stað fékk Mary Lou-
ise mig í hendur hávaxinni
stúlku með kraftalega lærvöðva.
Hún hafði lagt stund á ballet,
og ég eyddi því, sem eftir var
dagsins, við að æfa grundvall-
arstöður i ballet. Um fimm-
leytið var okkur sagt, að nú
mættum við fara. Ég hafði alls
ekki hitt hr. North, en augsýni-
lega gerði einhver ráð fyrir
því, að ég ætti að gegna ein-
hverju starfi þarna, því að ég
komst brátt að þvi, að ég var
komin á launalistann.
„Þú ættir vist að fara í rúmið,“
sagði pabbi, þegar ég kom heim.
„Það bíða þín fleiri æfinga-
dagar.“
Næsta morgun fullvissaði
læknirinn mig um, að það biði
mín hvorki eitt né neitt, ef ég
hreyfði mig ekki úr rúminu
næstu fimm daga. Ég hafði farið
úr liði, teygt á nokkrum liðbönd-
um og ofreynt alla vöðva lík-
ama míns.
ÓRAVEGU FRÁ MENASHA.
„Ég veit um allt það, sem þú
getur ekki gert,“ sagði John
Murray Anderson forstjóri við
mig og leit illilega á mig í viður-
vist alls starfsfólksins. „Nú skut-
um við reyna að finna eitthvað
sem þú getur gert.“
Hið eina, sem hafði fengið
mig til þess að snúa aftur til
fjölleikaflokksins, voru háðs-
glósur pabba um, að ég væri
ræfill, ef ég gæfist upp. Og nú
óskaði ég þess heitt, að ég gæti