Úrval - 01.10.1963, Page 142
154
UR VAL
hrifa frá George Balanchine.
Glæsilegt útlit hans og kurteisi
var svo aðlaðandi, að þegar hann
bað um stúikur til þess að læra
fílaballettinn, þá réttu allar smá-
stjörnurnar fimmtíu upp hönd-
ina. Ég var ein af níu stúlkum,
sem hann valdi til þess að læra
þetta sýningaratriði. Anne og
Lynn, hávaxin, ljóshærð stúlka,
með blá augu, systir Mary Lou-
ise, voru einnig valdar.
Strax og' við sáum fílana
standa tilbúna fyrir utan fíla
þorpið, vissum við, að okkur
hafði skjátlazt í valinu. Þeir
voru 35 talsins, og þeir voru
allir reiðilegir á svip. Fyrir
framan þá stóð hávaxinn, vöðva-
mikill maður. í augum hans
var hörkulegur glampi. Hann
virtist vera enn reiðari en fíl-
arnir.
„Þetta er Walter McClain,“
hvislaði Anne. „Hann stjórnar
fílunum og mönnunum, sem um
þá sjá, og honum er meinilla
við að hafa stúlkur í fílaatrið-
unum.“
„Jæja, hlustið nú á mig stelpu-
skjátur!“ öskraði hann. Rödd
hans líktist svo filsöskri, að
ég stökk næstum í loft upp,
þegar hann tók til máls. „Ég
er hérna með fjári snjallan hóp
af fílum. Og ég er búinn að
lsenna þeim fjári snjatlt sýning-
aratriði. Svo að þið skuluð ekki
reyna að skemma það. Það er
vissara fyrir ykkur!“
Þessi orð hans komu fílahirð-
unum til þess að hlæja. Þeir
hölluðu sér kæruleysislega upp
að rönum og löppum fílanna.
Þeir voru í upplituðum vinnu-
skyrtum og buxum og' með ó-
hreina hattkúfa. „Margir af
þessum fílahirðum eru drykkju-
rútar,“ sagði Anne aðvörunar-
tóni, „og þeim er flestum sama
um allt í jörðu og á nema þessa
fíla.“
Þeir Balanchine og' McClain
gengu á undan okkur að úti-
svæði. Þar voru þrjú hring-
mynduð sýningarsvæði. Einn af
fílahirðunum be:nti á stærsta
fílinn. „Af hverju reynir þú
ekki við Ginny?“ spurði hann
mig. „Sérðu, hvað hún hefur
stóran haus? Þú gætir ekki dott-
ið af honum, þótt þú reyndir.“
McClain öskraði nú til oklcar
úr miðhringnum: „Þið stigið
upp, þegar fillinn beygir haus-
inn, og þið gripið um ólina og
komizt alla leið upp með þessu
móti.“ Um leið og hann sagði
þetta, sýndi hann okkur, hvern-
ig átti að gera þetta.
Ginny gerði það, sem henni
bar, og vissulega reyndi ég
þetta æði oft, en ég gat bara ekki
lært að halda mér kyrri á hausn-
um á henni. Eftir nokkra daga
logverkjaði mig í allan skroklt-