Úrval - 01.10.1963, Síða 144
15(5
um, ábyrgð og skyldum.
Mér geðjaðist sérstaklega ve!
að einum fílahirðinum. Hann
var kallaður Prófessorinn. Hann
hafði verið enskukennari og
liafði yfirgefið skólastofuna sína
fyrir fullt og allt dag einn, eftir
að hann hafði heimsótt fjölleika-
hús. Hann sagðisí hafa fengið
ást á filunum við fyrstu sýn.
Því miður var hann drykkju-
maður, og hann hjúfraði sig
oft upp að Rut og grét sem
barn vegna hins eyðilagða lífs
síns. Hann þuldi einnig kafla
úr Shakespeare fyrir hana
stundunum saman, og hann
sagði, að Rut væri í rauninni
eina kvenveran, sem hann hefði
kynnzt, er skildi Hamlet í raun
og veru.
Dooley hét sá, sem hirti um
Ginny. Hann var fyrrverandi
fangi. Hafði hann setið inni
um hríð í Sing Sing. En hann
var alltaf góður og blíður. Ég
álti svo erfitt með að læra
sýningaratriði fílaballettsins, að
Ginny virtist blátt áfram sýna
það, að hún skammaðist sín
fyrir mig. En Dooley sagði, að
hún væri alltaf að sýnast og
skyldi ég' láta sem ég sæi ekki
hið ávitandi augnaráð hennár;
liún væri slíkur leikari.
„Hún er svo snjöll, að hún
veit allt um starfsemi dýra-
verndunarfélaganna. Sjáðu
ÚR VAL
bara,“ sagði hann. Hann tók
upp einn af' krókunum, sem
.notaðir voru til þess að stjórna
hreyfingum filanna á sýningar-
svæðinu. Ginny skeytti því engu.
„Henni er alveg sama um
krókana, fyrst við erum ekki
á sýningarsvæðinu. Hún veit,
að nú eru hér engir fulltrúar
dýriaverndunarfélaganna. En
snerti ég hana með króknum
frammi fyrir áhorfendum, byrj-
ar hún að væla og kveina, likt
og verið sé að drepa hana. Hún
getur framkallað raunveruleg
tár, ef hún kærir sig um. Hún
er rammfölsk!“ Á þeim orðum
lauk Dooley máli sinu. Það var
aðdáunarhreimur i rödd hans.
Dooley þótti líka gaman að
segja aðra sögu um Ginny. Hún
snerti Nellie, félaga hennar. Eitt
sinn hafði Nellie tekið upp á
því að hríðhorast, og það virt-
ist ómögulegt að fita liana aftur.
Fílahirðarnir héldu, að hún
ynni of mikið, og þeir reyndu
að stia henni frá fílunum, sem
unnu við að reisa stóra tjaldið,
en Nellie neitaði að yfirgefa
Ginny.
Nellie og' Ginny unnu meðal
annars við að tengja þunga
vagna, er hlaðnir voru tækjum.
Þegar þeim var gefið merki um j
að ýta aftari vagninum að þeim
frernri, vann Nellie ætið þegj-
andi, en Ginny sýndist taka á