Úrval - 01.10.1963, Síða 146
158
var skipað að taka okkur nýja
stöðu.
Það var „María hrakspá“,
sem sagði okkur fréttirnar um
lokaatriði sýningarinnar. Hún
var ætíð sú fyrsta til þess að
dreifa alls kyns orðrómi við-
víkjandi starfinu, og þá næstum
eingöngu þeim, sem teljast mátti
til slæmra frétta. „Við eigum
að ldifra upp stiga . . . geysi-
lega háa . . . og þeysa um á
bikkjum. . .“ Því miður reynd-
ist orðrómur sá, sem hún tók
að sér að breiða út, ætíð réttur.
Og enginn spurði okkur, hvort
við kynnum að sitja hest.
„Farið á bak truntunum, leti-
bikkjurnar ykkar,“ öskraði hr.
Anderson daginn þegar æfing-
ar lokaatriðisins liófust.
Hrossið, sem féll í minn hlut,
var meri, Geirþrúður að nafni.
Hún hafði einu sinni verið
stjarna á kúrekasýningum fjöl-
leiltaflokks, er sýndi líf frum-
byggja vesturhéraðanna. Nú var
hún orðin of gömul til slikra
hluta, en hún neitaði samt að
vera bara ein af mörgum í
sýningaratriði þessu. Hún vildi
vera stjarna. Ég held, að hún
liafi álitið lokaatriði þetta vera
sitt siðasta tækifæri til þess
að ná aftur fyrri frægð, og það
var henni engin hindrun, þótt
ég húkti á baki hennar. Hún
ÚR VAL
vissi samstundis, hvor okkar
var húsbóndinn.
Við þurftum ekki að sýna
neina listræna reiðmennsku í
lokaatriðinu. Við þurftum ekki
annað en að láta hestana skokka
hægt í hring, stanza á vissum
stöðum, fara af baki og klifra
upp í kaðalstiga okkar. Geir-
þrúður neitaði auðvitað að
stanza á sínum stað, og ég varð
þvi alltaf að hlaupa eins og óð
manneskja til þess að komast
á minn stað, áður en merki var
g'efið um, að við skildum klifra
upp í stigana. Stigar okkar voru
sitt hvorum megin við risavaxna
mynd af Roosevelt forseta, og
áttum við stúlkurnar að mynda
lifandi ramma um mynd hans.
Hljómsveitin tók til að leika
þjóðsönginn, fáni kom svifandi
niður úr tjaldhimninum, og við
smástjörnurnar brostum og
brostum, á meðan við héldum
okkur dauðahaldi i kaðalstig-
ana.
„Það vantar eitthvað i þetta,“
sagði hr. Anderson. „Nú veit
ég, hvað það er! Við þurfum
rafmagnsblossa! Hægt er að
festa rafleiðslur við stigana, og
stelpurnar geta framkallað bloss-
ana, þegar fáninn svifur niður.“
Hr. Anderson fékk rafmagns-
blossana sina, og við stelpurnar
fengum rafstraum i okkur i
næstum hvert skipti, sem við