Úrval - 01.10.1963, Síða 147
FJÖLLEIKAJl ÚSLÍF
159
framkölluðum þá, því að straum-
rof var daglegt brauð í raf-
magnsblossaframleiðslunni. Það
mátti jafnvel heyra neyðaróp
okkar yfirgnæfa sjólfan þjóð-
sönginn.
En lokaatriðið var samt allt-
af uppáhaldsatriðið mitt. Að
minnsta kosti þurftum við þá
ekki að dansa.
JÓMFRÚA VA GNINN.
Sýningatimabilið hófst alltaf
i sýningarhöllinni Madison Squ-
are Garden i New York, og
þegar tími var kominn til þess
að halda þangað, fengu ógiftu
smástjörnurnar vagn nr. 82 út
af fyrir sig, öðru nafni „Jóm-
frúavagninn“. Mary Louise var
aði mig við, að það yrði „dá-
lítið þröngt“ um okkur í vagn-
inum, og jrað varð orð að sönnu.
Við Lynn vorum nýliðar og urð-
um því að sofa i sömu neðri
kojunni, og því fundum við
einna mest fyrir hinum ofboðs-
legu þrengslum.
Það þurfti 90 farþegavagna
og opna flutningavagna til þess
að flytja 1000 manns, 200 hesta
og næstum 1000 villidýr alla leið
til New York. Var „flota“ þess-
um skipt í fjórar vagnalestir,
sem lögðu ætíð af stað með
nokkru millibili. Fjölskyldan
kom til þess að kveðja mig, og
þegar pabbi sá þessar rauðu
og silfurlituðu fjölleikaflokks-
lestir glitra i sólskininu, hélt
ég, að hann myndi springa af
æsingu: „Þvílík dýrðarsjón!“
tautaði hann æ ofan i æ, og ég
varð að viðurkenna, að þetta leit
út eins og atriði í söngmynd
frá MGM. Ég bjóst hálft í hvoru
við, að allir á járnbrautarstöð-
inni mynduðu kór og færu að
syngja hástöfum.
Nýmálaðir vagnarnir voru
skrautlegir sem sígaunavagnar,
og lúðrasveit fjölleikaflokksins,
klædd i rauða og gyllta ein-
kennisbúninga, lék af mikilli
tilfinningu. Filsöskur kvað við,
og villidýrin tóku undir. Það
heyrðust hófaskellir úr hest-
vögnunum. Ljónin svöruðu með
nístandi öskri, og síðan tóku
simpansar undir skrækum rómi.
Fullt var á brautarstöðinni
af ættingjum og vinum fjölleika-
fólksins. Flug'liðar voru að
kveðja ýmsar vinstúlkur meðal
smástjarnanna. Kaþólskur prest-
ur úr bænum þrammaði með-
fram vögnunum og blessaði
menn og dýr og bað fyrir vel-
heppnuðu sýningatímabili. Á
eftir honum fylgdi hópur hvít-
klæddra altarisdrengja. Brátt tók
lúðrasveitin að leika „Hin gömlu:
kynni gleymast ei“, og pabbi
var ósköp eymdarlegur á svip,
þegar lestin lagði af stað frá
stöðinni. „Æ, þetta er ekki sann-