Úrval - 01.10.1963, Side 148
160
ÚR VAL
gjarnt,“ hugsaði ég. „Það er
hann, sem ætti að vera í lest-
inni, en ekki ég.“
í ferðinni til New York, sem
tók þrjá daga, áttum við að lifa
á mat úr matarskrínum, sém
okkur var úthlutað. Oftast viss-
um við Lynn ekki, hvað við
ættum af okkur að gera. Við
sátum því oftast í kojunni og
hugsuðum um það, hve glor-
hungraðar við vorum. Þegar
við vorum að labba um á stöð
einni, fundum við allt i einu
ilmandi spaghettilykt berast frá
einum vagninum, en við vorum
einmitt i matarleit.
„Ég þori að veðja, að þetta
ér hún Mama Christiani að elda
ofan i fjölskylduna,“ sagði Lynn.
„Þau eru svo mörg, að þau hafa
heilan járnbrautarvagn út af
fyrir sig, og þau úr fjölskyld-
unni, sem gift eru, hafa aðra
tvo vagna.“
Einmitt i þessu kom ungur
maður út á brautarpallinn. Hann
var afskaplega laglegur og mynd-
arlegur, Ijósbrúnn á hörund,
með þykkt brúnt hár og líkams-
vöxt fimleikamannsins. Hann
starði á okkur dökkum augum.
Svo brosti hann. „Þið eruð
svangar,“ staðhæfði liann. Ég
gat ekki komið upp nokkru orði,
en Lynn sagði: „Við erum að
deyja.“ Hann hrosti aftur.
„Ég er Paraito,“ sagði hann.
„Komið með mér.“
Inni i vagninum sátu fjöl-
margir meðlimir Cristiani-fjöl-
skyldunnar umhverfis risastórt
borð. Andlit þeirra allra ein-
kenndust af sama stolta svipn-
um, sem liktist helzt andlitssvip
rómverskra keisara, sem skreyta
gamla rómverska peninga. Fyrst
kynnti Paraito þær fyrir Mömmu
Cristiani. Hún var á sjötugs-
aldri og bar sig sem drottning.
Hún virtist hlaðin þeirri orku,
er býður sjálfum tímanum byrg-
inn. Papa Christiani var fremur
lítill en fjörlegur karl. Hann
leit út sem konungur. Ekkert
fór framhjá arnaraugum hans.
Um andlit hans lék kimnisbros,
og líktist hann lifsreyndum,
vitrum trúði á svipinn.
Síðan kynnti Paratio okkut’
fyrir öðrum ættingjum sinum.
Hin hljómmiklu nöfn dundu í
eyrum okkar í óralangri runu,
likt og verið væri að lesa upp
Ijóð.
Við máltíð þá, sem á eftir
var snædd, lærði ég eina helztu
lífsreglu fjölleikafólksins. Hún
snerti ástina: Þú skalt ekki
binda þig neinum úr fjölleika-
fjölskyldu, sem sameinazt hefur
um sama sýningaratriðið, nema
þú hafir sjálf hæfileika. Fjöl-
leikafjölskyldur eru varkárari
en sjálfar konungsfjölskyldurn-
ar, hvað snertir kunningsskap
L