Úrval - 01.10.1963, Síða 155
FJÖLLEIKAHÚSLÍF
167
vikur í sýningarhöllum i New
York og' eina viku i Boston,
vorum við loks komin á flakk,
og nú skyldu tjaldsýningarnar
hefjast.
Ég' hafði aldrei séð fjölleika-
tjöld reist, og mér fannst þetta
alveg' ósegjanlega æsandi. „Ó,
þetta er svo fagurt!“ sagði ég.
„Enginn sagði mér, að þetta væri
svona fagurt!“ Mary Louise
stundi við og sagði: „Ef þú
segir enn einu sinni, að þessar
tjalddruslur séu fagrar, þá kasta
ég upj). Við skulum koma í
morgunmatinn."
í mattjaldinu færði þjónninn
okkur steikt svínaflesk og eg'g,
beztu pönnukökurnar, sem ég
hef nokkru sinni fengið, og
bolla af rjúkandi heitu kaffi.
Við átum tvöfaldan skammt af
öllu og létum sem við sæjum
ekki bæjarhúa, sem lágu á gægj-
um og fylgdust með hverri
hreyfingu okkar, alveg eins og
þeir hefðu keypt sér aðg'öngu-
miða til þess að sjá okkur éta.
Svo fór ég að skoða stóra
tjaldið. Súlurnar, stórar, beinar
og kringlóttar í miðju tjaldinu,
en grannar, skáhallar til hlið-
anna, veittu tjaldinu vissan, sér-
kennilegan svip, þannig að það
líktist lielzt surrealisku inálverki.
Uppi undir risavöxnum tjald-
himninum hlupu verkamennirn-
ir kæruleysislega af einni rá á
aðra eða skriðu brjálæðislega
á fjórum fótum eftir vírnum
eins og apar í dýragarði, sem eru
að sýna sig fyrir gestunum. Ver-
ið var að koma fyrir sætum.
Sumir drykkjurútarnir höfðu
þegar lagzt fyrir undir fráteknu
sætunum. Þeir lágu með gal-
opinn munninn, grútmáttlausir,
jafnvel þegar verkstjórinn, sem
stjórnaði uppsetningu sætanna,
bölvaði og reyndi að sparka i
þá og fá þá til þess að halda
aftur til vinnu sinnar.
„Það er búið að reisa búnings-
tjaldið,“ æpti Mary Louise til
min. Hún leiddi mig að meðal-
stóru tjaldi. Því var skipt í
tvennt. Var annar helmingur-
inn fyrir lcarlmenn og hinn fyrir
konur. Mitt á milli var búninga-
geymslan. Við gengum inn í
kvennadeildina.
Ferðakistum okkar hafði ver-
ið vandlega raðað í þeirri röð,
sem við komum fram í á sýn-
ingunum. Þannig mynduðust
litlir gangar, og var hver gang-
ur nokkurs konar gata, þar sem
4—6 stúlkur höfðu aðsetur sitt.
Mary Louise, Anne, Lynn og ég
höfðum fengið aðsetursstað í
þriðju röð á öðrum gangi. Þann-
ig yrði ferðakistunum raðað á
hverjum stað allt sýningatíma-
bilið. Ég datt næstum um tvær
vatnsfötur, þegar ég gekk að
kistunni minni. „Hvað á ég að