Úrval - 01.10.1963, Page 158
170
ÚR VAL
minntist framar á kulda eða
bleytu.
„Láittu bara liða yfir þig!“
Karlmennirnir í fjölleika-
flokknum vilja, að kvenfólk sé
raunverulegt kvenfólk til orðs og
æðis, gamaldags kvenfólk. Eink-
um á þetta við um ítalska fjöl-
leikamenn, og komst ég ósvikið
að því, þegar við Paraito byrj-
uðum að fara út saman, að
staðaldri. Og konurnar höguðu
sér samkvæmt þessum óskunr
þeirra. Það gilti einu, hversu
hryllilega hættulega loftfim-
leika fjölleikakona stundar. Hún
verður ætíð hjálparvana og veik-
burða kona, þegar hún kemur
til jarðar. Hún hegðar sér eins
og hún þurfi hjálpar eiginmanns-
ins við til þess að lyfta tjald-
skörinni. Og hún leitar ráða
eiginmannsins í einu og öllu og
tekur skilyrðislaust tillit til
allra óska hans.
Ég heyrði giftu stúlkurnar oft
og tíðum hefja samtöl sín á þessa
leið: „Hermann segir,“ eða
„Hans heldur,“ eða Antonio
álítur. „í fyrstu hugsaði ég sem
svo: „En hvað álítur þú i mál-
inu?“ Ef ég mælti eitthvað á
þessa leið, kvað við svarið:
„Hvað ég? Nú, ég var að seg'ja,
að Hermann áliti . . . .“
Þetta varð mér sem opinberun,
en jafnframt sífelld hneykslun-
arhella. Ég furðaði mig á af-
brýðisemi fjöíleikamannanna.
Það var eins og þeir litu á kven-
fólkið sitt sem hverja aðra eign.
Ég fékk að kenna á þessu, hvað
Paraito snerti. Hann spurði mig
ætíð spjörunum úr um það,
hvar ég hefði verið hverja mín-
útu dagsins, og varð ég að standa
honum reikningsskap á því.
En þessi afstaða karlmann-
annahafði líka sína kosti. Italsk-
ar stúlkur eru ætið verndaðar
og þeim fylgt hvert fótmál,
þangað til þær giftast. Stundum
er jafnvel öll fjölskyldan á hæl-
um þeirra. Þær geta þvi verið
öruggar og þurfa ekkert að ótt-
ast. Paraito sagði eitt sinn við
mig: „Hvernig heldurðu, að ég
geti notfært mér þessa hroða-
legu aðstöðu þina! Þú ert að
flækjast um ein og yfirgefin,
enginn úr fjölskyldu þinni til
þess að vernda þig! Þú getur
ekki kvartað við móður þína.
Það er enginn bróðir nálægt,
sem getur varið heiður þinn,
eða faðir, sem hægt er að leika
á. Nei, það væri sannarlega litil-
mannlegt . . . . likt og að stunda
veiðar á þeim tima, þegar veiði-
dýrin eru friðuð.“
Og nú var öll Cristiani-fjöl-
skyldan tekin ti! að vernda mig.
Fjölskyldunni var i raun og
veru ekki mikið um mig, en
fyrst Paraito hafði valið mig,