Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 159
FJÖLLEIKAIIÚSLÍF
171
þá skyldi ég njóta verndar og
stuðnings. Cosetta fór að koma
inn í búningstjaldið okkar á öll-
um mögulegum og ómögulegum
tímum. Hún leit tortryggnislega
á hinar smástjörnurnar og
spurði mig svo: „Er allt í lagi?
Eru hinar stelurnar nokkuð
vondarviðþig?Þegar ég'svaraði:
„Það gengur allt ágætlega,“
leit Cosetta aftur í kringum sig
með tortryggnissvip og sagði:
„Ef þú átt í einhverjlum vand-
ræðum með þær, skaltu bara
segja henni Cosettu frá því.“
Þær Hortense og Corquita
fóru að draga mig með sér inu
í stóra tjaldið á milli sýninga
og reyna að kenna mér listir
sínar með alls engum árang'ri,
en þær neituðu samt ,að viður-
kenna ósigur sinn.
„Mamiíiá heldur, að þetta' sé
bara hvolpaást, en hún ætlar
ekki að eiga neitt á hættu,
sagði Corquita citt sinn. „Yið
skulum reyna „brúna“ einu
sinni enn.“
Allar systur Paraito reyndu
líka að kippa sálarástandi minu
í lag. „Vertu ekki alltaf að ríf-
ast og svara fyrir þig,“ sögðu
þær. „Hverju máli skiptir það,
hvort þú eða Paraito hefur á
réttu að standa? Karfmenn
vilja lialda, að þeir séu vitrari
en kvenfólk.“
„En ég get bara ekki verið á
sama máli, ef ég er ekki á sama
máli,“ sagði ég. „Þá myndi ég
glata einstaklingseðli mínu.“
Þær litu á mig meðaumkunar-
augum og skildu ekkert í þvi,
live vitgrönn ég væri. „Þú skalt
bara látast,“ sagði Cosetta loks.
„Þú veiðir fleiri flugur með
hunangi en ediki.“
Ég reyndi þetta ráð. en til-
raunir minar voru aldrei sann-
færandi. Fyrri hluta kvöldsins
skemmtum við Paraito okkur
ágætlega, en svo kom að því, að
við sögðum ekki orð hvort við
annað, þegar líða tók á kvöldið.
Konurnar í minni ætt eru yfir-
leitt viljasterkar kvenréttinda-
konur, og að iokum skrifaði ég
pabba og gaf í skyn, að ég ætti
erfitt með að samræma raun-
veruleika augnabliksins fyrra
uppeldi. mínu. Ráðleggingar
pabba voru stuttar og laggóðar.
Hann skrifaði:
Kæra Connie:
Jafnvel hún Bertlia föðursystir
þín var nógu glúrin til þess að
láta líða yfir sig svona einstöku
sinnum.
Ástarkveður,
pabbi.
Ég skildi strax, við hvað
hann átti. Hún Bertha föður-
systir mín, boldangskvenmaður,
sem er tvígiftur, var eins hjálp-
arvana og blóðþyrstur hlébarði.
En hún gat alltaf látið líða yfir