Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 161
FJÖLLEIKA HÚSLÍF
177.
inu. „Komi óhapp fyrir, má ætíð
reikna með, aS þau verði þrjú
talsins,“ sagði gamli vörðurinn
þungbúinn á svip.
Þegar við vorum að búa okk-
ur fyrir opununaratriðið næsta
kvöld, leið yfir eina af smá-
stjörnunum. Þegar atriðinu var
lokið, hneig hver af annari niður
likt og flugur. Síðan tóku karl-
mennirnir að hníga niður. Fjöl-
leikaflokkslæknirinn sagði bara:
„Matareitrun,“ og innan einnar
klukkustundar höfðu 600 starfs-
menn verið fluttir burt í sjúkra-
bilum.
Við Lynn höfðum ekki étið
i matartjaldinu þetta kvöld, og
við þurftum þvi að gegna tveim
til þrem hlutverkum í hverju
sýningaratriði. Einhvern veg-
inn tókst að ljúka sýningunni
nokkurn veginn sómjasjamlega,
og við flýttum okkur til sjúlcra-
hússins til þess að heimsækja
þær Mary Louise og Anne, en
þeim leið fjári illa. Okkur var
sagt, að þær yrðu að liggja þar
i 1-2 daga. En fjölleikafólk vill
heldur eiga á hættu að deyja en
að verða af sýningu, og því voru
næstum allir komnir i tjöldin,
þegar næsta síðdegissýning
hófst.
En nú var ofvænisblærinn i
búningstjaldinu enn greinilegri
en noldtru sinni fyrr: „Stormur,
matareitrun .... hvað næst?“
SíSdegissýningunni lauk, án
þess að nolckurt óhapp hefði
komið fyrir, og þegar kvöldaði,
tók fullt tungl að skína, og varð
það til þess, að það varð dálítið
léttara yfir okkur. Tjaldsvæðiú
var á árbakka, og þegar ég sett-
ist í sæti mitt í hausnum á Rut,
gat ég séð tjöhlin speglast í glit-
randi vatninu. Ég starði og
starði, og ég fann ilminn af
saginu, heyinu og dýrunum, og
þetta þlandaðist allt saman i
einn allsherjar ilm, sem virtist
vera aðalinntak, tákn fjölleika-
lífsins. Það var sem blæja ósegj-
anlegs friðar hefði breiðzt yfir
allt.
Síðan kvað við ægilegt neyðar-
óp. Karlmenn komu hlaupandi
út úr tjöldunum, og eftir nokkr-
ar minútur var bakgarðurinn
fullur af lögreglumönnum.
Einn af verkamönnunum hafði
stungið annan til bana yfir
teningsspili. Fórnardýrið var
látið. Hinn hafði flúið og faldi
sig nú einhvers staðar á sýning-
arsvæðinu. „Samningamaður“
flokksins, sem hafði það að aðal-
starfi að hindra það, að flokkur-
inn kæmist i nokkur vandræði,
var að tala við lögregluþjón.
Flokkurinn hataði þess liáttar
uppistand.
Skyndilega sá ég mann nokk-
urn hlaupa í átt til árinnar.
Hann ætlaði að reyna að synda