Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 162
174
ÚRVAL
yfir hana, en tunglsskinið var
svo skært, að það var sem hann
væri umkringdur kastljósum.
Það heyrðist skvamp, síðan
kváðu við tvö skot. Svo sagði
einhver: Þeir hittu hann . . . .
vesalings ræfilinn."
Ég ímyndaði mér, að vatn ár-
innar litaðist rautt af blóði, er
ég hélt áfram að stara í það
og spegilmynd tjaldanna í yfir-
borði þess. En það var enginn
tími til þess að verða ^gripinn
ofsahræðslu. Eftir örstutta stund
myndi sýningin halda áfram. Og
svo myndum við flytja allt haf-
urtaskið burt strax að sýningu
lokinni. Á morgun yrðum við
komin til annarrar borgar. Ó-
happakeðjan var þegar full-
hömruð, óhöppin þrjú höfðu
þegar öll dunið yfir, og ofvænis-
blærinn var nú horfinn. Brátt
yrði allt að nýju eins og ekkert
óvænt hefði fyrir komið.
LIRFUHÝÐI ÚR SEGLDÚK.
Eftir að hafa sýnt í tvær vikur
í Pliiladelphiu, byrjuðum við að
sýna í smærri borgum og stönz-
uðum aðeins einn dag á hverj-
um stað. Við komum til ein-
hverrar borgar, tókum upp haf-
urtaskið, reistum tjöldin, höfð-
um síðdegis- og kvöldsýningu,
riftum allt saman niður, gengurn
frá öllu hafurtaskinu, og hlóðum
því á vagna og ferðuðumst síðan
50, 100 eða jaí'nvel 200 mílur um
nóttina tii næstu borgar. Það er
engin furða, þótt við misstum
allt tima- og staðarskyn.
Okkur fannst alltaf gaman að
þessum sýningum í smábæjun-
um, og að kvöldsýningu lokinni
gat ég varla beðið eftir því, að
næsti dagur byrjaði. Mér fannst
gaman að hlusta á söng verka-
mannanna, þegar þeir voru að
reisa tjöldin á einhverjum nýjum
stað. Búningstjaldið enduróm-
aði af hlátrum allan daginn, og
ég var jafnvel tekin að njóta
jökuibaðanna. Við áttum dásam-
legar stundir á milli sýninga
Þá lágum við i sólstólum fyrir
utan tjöldin, röbbuðum saman
eða skrifuðum bréf. Og' að lok-
inni ltvöldsýningu hófst hin
endalausa leit að næsturveitinga-
húsi og langar göngur meðfram
teinunum, glampandi í tungl-
skininu, áður en lestirnar lögðu
af stað eitthvað út í buskann.
Það var skrýtið, að það skyldi
verða Prófessorinn, sem neyddi
mig til þess að byrja að hugsa
lengra fram í tímann en til næstu
sýningar i næstu smáborg.
„Reyndu að sleppa héðan,
telpa min, áður en það er orðið
of seint, sagði hann dag nokk-
urn. „Núna er þetta allt þér sem
dásamlegt ævintýri, en þú getur
ekki búið i lirfuhýði að eilífu,
og það er fjölleikalífið einmitt