Úrval - 01.10.1963, Síða 164
'176
ÚRVAL
aldrei detta slíkt í hug.“
„Þú yerður að muna, að Geir-
þrúður var einu sinni ein aðal-
stjarnan í miðhringnum,“ sagði
Hrossakjöt. „Hún hefur annað
að hugsa.“
En það var alveg sama, hversu
Hrossakjöt og aðrir hrósuðu sín-
um dýrum, filarnir drógu mig
samt ómótstæðilega til sin. Ég
gat næstum fundið til sömu
dularfullu kenndarinnar gagn-
vart þeim og ég varð vör við
hjá Tony, yngsta fílahirðinum.
„Hvað gengur að henni Rut?“
spurði ég hann eitt sinn. „Það
rennur úr augunum á henni.“
Tony þagði um hríð, en síðan
leit hann á mig með dapurleg-
um umburðarlyndissvip, líkt og
hann vissi, að honurn yrði ekki
trúað. „Rut er að gráta,“ sagði
hann.
„Dýr gráta ekki,“ maldaði ég
í móinn. Tony hélt bara áfram
að horfa á mig þessu umburðar-
lyndisaugnaráði. „Jæja þá,“
sagði ég, „þá er hún að gráta.
En hvers vegna?“
„Hún er að gráta, vegna þess
að hún er fíll. Það er allt og'
sumt. Hún veit, að hún er miklu
vitrari en flest fólk, en hún er
fangelsuð í þessum stóra dýra-
skrokk, og hún getur ekki los-
að sig. Þess vegna grætur hún
stundum.“
Skyndilega sá ég Rut með
augum Tony, og það virtist
mögulcgt, að hágáfuð sál væri
í rauninni að reyna að losna
úr viðjum þessa risavaxna, úr-
elta skrokks.
ELDUR.
Við sýndum i Cleveland í
fjóra daga, og því dvaldist ég
þar í gistihúsi. Annan morgun-
inn þurfti ég að fara að finna
fjölleikaflolckslækninn og - varð
þannig vitni að hræðilegum at-
burði, sem kemur mér enn i
uppnám, þegar mér verður hugs-
að til hans.
Þetta var snemma að morgni.
Tjöldin höfðu verið reist daginn
áður, svo að það var ekki mik-
ið um að vera í tjaldborginni,
þegar hrópið „Eldur!“ kvað við.
Skyndilega sá ég glampandi eld-
tungu nokkurn spöl fyrir fram-
an mig. Hún teygði sig út úr
stóra dýratjaldinu. Á næsta
augnablilci var tjaldið allt eitt
eldhaf, og menn komu hlaup-
andi úr öllum áttum til þess
að réyna að bjarga þeim dýr-
um, sem tök væru á a& bjarga.
Þessu var öllu lokið á fimm
mínútum. Þá hafði tjaldið
brunnið til kaldra kola, og
brunabílar flokksins voru enn
að sprauta vatni sinu á g'læð-
urnar í hálminum. Lögreglan
kom á vettvang og aftraði bæj-
arbúum frá að ryðjast að tjald-