Úrval - 01.10.1963, Side 166
178
Ú R V A L
•eftir mikla umhugsun og mikið
hik, en það álit, að slíkt væri
bezt fyrir líðan dýranna, réði
úrslitum. Það vantaði Ijónin í
vagnana í skrúðgöngunni, og
sama var að segja um fleiri dýr.
En þegar við gengum inn á svæð-
ið, risu allir áhorfendur á fæt-
ur og hylltu okkur með hróp-
um. Sérhvert sæti var skipað
í sýningarliöllinni.
Sýningin gekk vel, en þegar
kom að fílaballettinum, höfum
við sjálfsagt öll hugsað á þennan
veg': Skyldu fílarnir nú verða
gripnir ofsahræðslu? En fílar-
nir sýndu allir listir sýnar á
venjulegan hátt, og allt gekk að
óskum. Þær Giiiny og Nellie
dönsuðu hlið við hlið, og það
glampaði á áburðinn á bruna-
sárum þeirra. (Enginn hafði
búizt við, að þær myndu sýna
þetta kvöld, en Dooley sagði,
að þær hefðu gengið á sinn
stað í röðinni ásamt hinum fil-
unum og virzt vilja taka þátt
í sýningunni.)
Á eftir gekk ég á fund Dool-
eys. „Ég get ekki gleymt því,
hvað hún Ginny gerði í elds-
voðanum,“ sagði ég. „Það er
svo furðulegt.“ Svipur hans var
bæði lotningarfullur og fullur
iðrunar, er hann svaraði: „Og
ég sem sagði, að hún væri ramm-
fölsk!“
SÝNING í IIEIMABÆ MÍNUM.
Eftir sýningarnar í Cleveland
flökkuðum við bæ úr bæ og
sýndum aðeins einn dag á hverj-
um stað. Þessu hélt áfram allt
fram í septembermánuð. Við
sýndum í Akron og Youngstown
og héldum svo borg úr borg
allt vestur til Wisconsinfylkis.
Við ætluðum ekki að sýna í
Menasha, heimabæ mínum, en
aftur á móti i Oshkosh, sem
var 17 mílum frá Menasha.
„Halló, Menasha!“ hrópaði
einhver, þegar ég var að búa
mig fyrir siðdegissýninguna í
Oshkosh. „Það eru komnir gest-
ir i heimsókn til þín. „Ég flýtti
mér að búa mig og gekk út úr
tjaldinu. Það var eins og helm-
ingur bæjarbúa Menasha væri
þar saman kominn. Fólk, sem
ég þekkti varla, kom til mín
og hristi liönd mína. Það vildi
endilega hitta „stúlkuna frá
Menasha, sem gekk i fjölleika-
flokkinn“. Það starði á bún-
inginn minn og farðann með
svo innilega einlægum svip, að
það var ómögulegt að móðgast.
Og þegar sumir af gömlu gagn-
fræðaskólafélögunum komu til
mín, reyndum við að tala um
„þá gömlu góðu daga“, en þeir
virtust ekki hafa hugann við
umræðuefnið. Augnaráð þeirra
flökti til og frá. Þeir störðu á
trúðana og dvergana og smá-