Úrval - 01.10.1963, Síða 168
180
Ú R V A L
um frá Chicago, þá ætlar hann
aS afgreiða málið á þennan
venjulega hátt síðasta sýningar-
daginn: Ég elska þig, elskan,
en sýningartímabilinu er lokið!“
„En hvers vegna í Chicago?“
spurði ég. „Hvers vegna ekki
alveg eins i Des Moines eða
Dallas?“
„Eftir sýningarnar í Chicago
erum við á heimleið suður til
Florida og farin að hugsa um
næsta sýningartímabil,“ svaraði
Mary Louise. „Og þar að auki
dveljum við heilar tvær vikur
i Chicago, og margt og mikið
getur nú komið fyrir á þeim
tima.“
En ekkert af þvi kom fyrir
mig. Við Paraito fórum út að
skemmta okkur, en við hefðum
alveg eins getað sparað okkur
ómakið. Lítið varð úr skemmt-
unum, því að i fylgd með okkur
varu alltaf varðhundar úr Cristi-
ani-fjölskyldunni, einn eða fleiri,
oftast fleiri. í stað þess að horfa
í augu Paraito yfir lítið borð
fyrir tvo, sátum við því oft-
ast við átta manna borð og hlust-
uðum á fjölskyldurifrildi.
Systur Paraito höfðu að lokum
harðneitað að halda áfram til-
raunum til að kenna mér fim-
leika, og þegar Paraito bauð
mér i fjölskylduboð siðasta
kvöldið i Chicago, varð ég vör
við nístandi ótta Mömu Cristi-
ani við, að sonur hennar færi
nú að giftast hæfileikasnauðri
manneskju. Þegar hún leit á
mig, flýtti hún sér að líta af
mér aftur og beindi augnaráði
sinu til himins i þögulli bæn,
líkt og hún væri að biðja vernd-
arengil sinn um kraftaverk, sem
gæti komið vitinu fyrir hann
Paraito hennar.
Og bænum hennar var svarað.
I næsta bæ ákváðum við Para-
ito að hætta við allar giftingar-
hugleiðingar. Við sáum bæði,
að það gengi aldrei vel. Ég var
ekki reiðubúin til þess að gerast
meðlimur Cristiani-fjölskyldunn-
ar. Það var allt og sumt. Ég
vildi vera ég sjálf svolitlu leng-
ur. Og Paraito benti mér á enn
eitt atriði. „Enn sérðu okkur
með augum bæjarbúans,“ sagði
hann bliðlega. Og þegar hann
notaði orðið „okkur“, átti hann
við allan fjölleikaflokkinn, ekki
aðeins fjölskyldu sína. „Kann-
ske sérðu okkur of greinilega,“
bætti hann við.
Fjölskylda mín kom til þess
að sjá siðustu sýningu tima-
bilsins, en hún var haldin i
Tampa suður i Florida þ. 30.
nóvember. Þá var ég búin að
taka erfiða ákvörðun. Þegar
ég kom út úr stóra tjaldinu að
síðdegissýningunni lokinni,
spurði Mary Louise. „Hvað er
að þér, elskan? Þú lítur út eins