Úrval - 01.10.1963, Side 169
FJÖLLEIKA H ÚSLÍF
181
og þú hafir séð draug.“
„Mary Louise, ég verð ekki
með næsta sýningartímabil."
„Ó, er það allt og sumt? Þetta
segja allar stelpurnar i lok
hvers einasta sýningartímabils.“
Þeirn var ekki alvara, en ég
vissi, að mér var alvara. Próf-
essorinn hafði nefnilega á réttu
að standa. . . Paraito hafði á
réttu að standa. . . Ég gat ekki
haldið áfram að lifa lífi fjöl-
leikafólksins . . . ekki alla ævi.
Síðasta sýning sýningatíma-
bilsins var næstum eins æsandi
og sú fyrsta hafði verið. Við
hlógum og hlógum í búnings-
tjaldinu. Nú var ekki lengur
um að ræða þaulvant, heima-
ríkt fólk annars vegar og ný-
liða hins vegar. Allar deilur
voru gleymdar, allt ósamkomu-
lag hafði gufað upp. í fílaball-
etinum voru búningar okkar
orðnir þvældir, og ballettslcórn-
ir okkar voru eklti lengur bleik-
ir. En Ginny viðhafði sama
leikaraskapinn og endranær.
(Nú voru brunasár hennar al-
veg gróin). Hún öskraði mont-
in eftir hvert atriði sitt og grát-
bað áhorfendur um að veita
henni sérstaka athygli, og Nellie
fylgdist með hverri hreyfingu
hennar aðdáunaraugum.
Ég naut alls þessa með áköfum
unaði, sem þó var þrunginn
dapurleika . . . glæsibragsins,
litadýrðarinnar, félagsskaparins.
Því að ég vissi, að eftir nokkra
tíma væri þetta horfið mér að
eilífu og' ég myndi aldrei líta
þetta augum framar nema sem
gestur . . . sem bæjarbúi.
Þegar ég yfirgaf búningstjald-
ið síðasta sinni, gekk ég yfir
til Rutar til þess að kveðja hana.
En þá þegar voru verkamenn-
irnir byrjaðir að fella stóra
tjaldið. Dráttarvél skrönglaðist
fram bjá, og ekillinn lirópaði
til mín. „Viltu láta drepa þig,
stelpa? Reyndu að „vera með
á nótunum“, góða!“
Ég gekk að bifreið foreldra
minna. Sýningartímabilinu var
lokið.
Lausn á 31. Úrvalskrossgátu.