Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 172
184
U R V A L
Tdtarnr í Ungferjalondi hofo góðar tennur
1 Ungverjalandi búa nú um 200 þúsund Tatarar, sumir í borg-
um og bæjum við venjuleg nútíma lífsskilyrði, en margir hafast
enn við í tjöldum, eins og forfeður þeirra, úti á landsbyggðinni
og lifa þar einföldu og frumstæðu lífi. Þeir matbúa yfir opnum
eldum, sofa á hálmi, um húsgögn er varla að tala, og mestan
hluta dagsins eru þeir úti við. Með þvi að þetta þykir ekki mann-
sæmandi líf, kappkosta stjórnvöld landsins að skapa þessu fólki
betri kjör, þannig að þeim, er svona búa, fækkar óðum.
Nýlega hafa tveir ungverskir læknar, prófessor dr. med. K.
Bálogh og dr. med G. Hussar gert ítarlega rannsókn á tönnum
Tatara og skýrt frá niðurstöðum sínum á alþjóðaþingi næringar-
fræðinga.
Þeir skoðuðu aðeins Tatara yfir 60 ára aldri. Af Ungverjum al-
mennt yfir 60 ára eru 37% alveg tannlausir, en meðal tjald-
búanna aðeins 3% og 14% þeirra höfðu enga tönn misst og héldu
flestum tönnum óskemmdum. Aðrir tannsjúkdómar voru og mjög
sjaldgæfir meðal tjaldbúanna. 1 konum voru tennurnar engu
síðri en í körlum, enda þótt barnkoma sé mikil, þar sem hver
kona hefur eignazt 8 börn að meðaltali. Á hinn bóginn ber mik-
ið á tannsliti hjá þessu fólki.
Læknarnir skoðuðu líka Tatara yfir 60 ára, sem búa í borg-
um. Af þeim voru 20% tannlausir og aðeins 3% höfðu enga tönn
misst. Tannáta og aðrir tannsjúkdómar voru miklu tiðari en
meðal tjaldbúanna, en tannslit hins vegar minna. Þeir borgarbú-
anna, sem höfðu alizt upp í tjaldbúðum fyrstu æviárin, höfðu
mun betri tennur en hinir, sem voru fæddir í borgum.
Læknarnir kynntu sér einnig fæði og aðra lifnaðarhætti Tatar-
anna. Viðurværi þeirra er oft bæði lítið og lélegt. En þeir borða
alls engan sykur né sætindi, né heldur sigtaðar og hvítar mjöl-
vörur. Þeir sjóða matinn litið og borða ekki ferskt brauð. Aðal-
lega lifa þeir á grænmeti og brauði bökuðu úr maís og hveiti, oft-
ast sem flatbrauð. Konur hafa börn sin á brjósti f 2 til 3 ár, með
það fyrir augum að koma í veg fyrir að verða barnshafandi á ný.
Þeir eru lengi að borða og tyggja matinn rækilega.
Tatarar sem í borgum búa, haga mataræði sínu líkt og aðrir
borgarbúar og neyta tóbaks og áfengis eins og almenningur þar.
Úr Tidskrift för Hálsa.