Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 13
RANNSÓKNIR í LÆKNISFRÆÐI
11
að komast að raun um, hvort þau
búi yfir nokkrum eyðandi áhrifum
á krabbafrumurnar, sem geri frek-
ari rannsóknir æskilegar.
Sé svo, er útbúið mikið magn af
ræktunarvökvanum og fengið í
hendur hópi efnafræðinga í ann-
arri rannsóknarstofu, sem eiga að
vinna virka efnið úr ræktunarvökv-
anum. Urvinnslan á einu slíku efni
getur tekið marga mánuði og jafn-
vel ár, og krefst mikillar natni og
vandvirkni.
í næstu rannsóknarstofu eru
krabbamengaðir vefir skoðaðir í
sterkum rafsjám, til þess að reyna
að komast að því, hvort veirur (vir-
us) kunni að valda einhverjum
sjaldgæfum og grunsamlegum
frumuvexti. Ef sá möguleiki sann-
aðist, kynni það að leiða til þess,
að hægt yrði að ráða vð slíkan æxl-
isvöxt með framleiðslu á veirumót-
efni. I enn annarri deild eru athug-
uð áhrif hinna nýju krabbamót-
efna á æxli, sem ræktuð eru í nær-
ingarvökva, til þess að reyna að
komast að raun um, í hverju hin
skaðlegu áhrif mótefnanna á æxl-
in eru fólgin. í þessari sömu deild
eru athuguð áhrif vindlingareyks á
lifandi frumur, en eins og alkunn-
ugt er, hafa vindlingareykingar haft
í för með sér mikla aukningu á
lungnakrabba.
Hér er einnig ein slík rannsóknar-
stofa til krabbameinsrannsókna,
eins og til eru víða um heim, sem
hafa það markmið að öðlast meiri
þekkingu á g'rundvallareðli þessara
æxla, þeirra efna eða áhrifa, sem
kunna að vera orsök þeirra, og
þeirra lyfja, sem yér einn góðun
veðurdag kunnum að geta beitt gegn
þessum skaðvaldi.
En læknisfræðirannsóknir beinast
að fleiri atriðum en beinlínis sjúk-
legum breytingum. Margir vísinda-
menn vinna að því, að öðlast meiri
þekkingu á grundvallaratriðum líf-
fræðinnar (biologi). Án þeirrar
þekkingar er viðbúið að framfarir
komandi tíma geti dregizt á lang-
inn. Oss skortir nánari þekkihgu
og dýpri skilning á undirstöðuatrið-
um þess, hvernig sár gróa og bein-
brot vaxa saman. Ef hægt væri að
örva þessa líffræðilegu starfsemi,
gætu sjúklingarnir losnað fyrr úr
sjúkrahúsunum og tekið til starfa
á ný. Oss skortir nánari þekkingu
á þeim þáttum, sem stjórna sýru-
framleiðslu magans. Þá mætti ef
til vill koma í veg fyrir skeifugarn-
arsár. Oss skortir þekkingu á því,
hvers vegna líkamsvefir eldast og
líffæri ganga úr sér. Ef vér hefðum
hana, mætti ef til vill stöðva eða
hindra liða- og æðakölkun. Þessi
og fjölmörg önnur verkefni bíða
úrlausnar og eru rannsökuð af ó-
þreytandi elju. Sum þeirra verða
leyst á næstu dögum. Sum kunna
að verða fróðleiksfýsn mannsins of-
urefli um alla eilífð.
Ein er sú spurning, sem oft er
lögð fyrir þá, sem starfa í tilrauna-
stofunum: Eru dýratilraunir raun-
verulega óhjákvæmilegar? Því mið-
ur, eigi nokkrar framfarir að eiga
sér stað í því, að sigrast á sjúkdóm-
um, og þá verðum vér að minnast
þess, að þeir hrjá ekki síður allt
dýraríkið en sjálft mannkynið, þá
eru slíkar tilraunir vissulega óum-
flýjanlegar. Mjög fáar þýðingar-