Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
bragðsdökku eyjarskeggja urðu svo
afdrifarík, bæði fyrir eyjarskeggja
almennt í Kyrrahafinu og Evrópu-
búa sjálfa, að þau verður að telja
til þeirra atburða sögunnar, sem
marka tímamót.
Við skulum áður en lengra er
haldið og í Ijósi þeirra þekkingar,
sem við ráðum yfir í dag gera okkur
í hugarlund, hvernig iandshættir
voru á Tahiti um miðja átjándu
öldina.
Þessi eyja var aðeins smádepill
á hinu mikla úthafi, einar þrjátíu
mílur á lengd og 400 fermílur að
flatarmáli, en fjallið á miðju eyj-
arinnar var 2400 metra hátt og sást
sextíu mílur á haf út.
Hlíðar fjallanna voru klæddar
þykkum hitabeltisskógi og á flötun-
um neðra reikuðu íbúarnir um inn-
an um kokostré og önnur aldintré.
Þorp voru engin og skýlin í skugg-
um pálmatrjánna voru opin til allra
átta svo að hafgolan gæti leikið um
þau, og stóðu þau dreift, með 40—
50 metra bili en veltroðinn götu-
slóði lá á milli þeirra. Af eyjunni
sást til annarra eyja út við sjón-
deildarhringinn en Tahiti var
stærsta eyjan í klasanum og hin
Ef eklci er annað tekið fram, á höfundur
sjálfsagt við enska Statute mílu, 1609
km. enda þótt um vegalengdir á sjó sé
stundum að ræða eins og í þessu til-
viki. Þýð.
sérkennilega lögun eyjarinnar, hún
er eins og stundaglas, og þá annar
hlutinn miklu stærri en hinn —
veitti skjól og öruggt skipalægi,
sem jafnframt var í skjóli kóralrifa.
Enda þótt eyjan lægi í hitabelt-
inu á miðju Kyrrahafi, eða rétt
norður af Steingeitarmerkinu
(Skammt frá syðri hvarfbaug.
Þýð.) þá er hið heita og raka lofts-
lag ekki þrúgandi, og ferskt vatn
nægjanlegt í fjallalækjunum og
blóm og ávextir ux!u hvarvetna.
Líkt og á Kaprí í Miðjarðarhafnu,
fer þarna saman blómleg frjósemi
og nakin tign, og það er ekki á-
stæðulaust að kalla Tahiti fegurstu
eyju þessa hnattar. Eyjuna skort-
ir að vísu minjar og þann virðu-
leika sem fylgir slíkum minjum um
forna menningu, en samt sem áð-
ur var þarna að finna hjartslátt
hinnar polynesisku menningar.
Á tímum Cooks var fjöldi eyjar-
skeggja um það bil 40 þúsund, og
í augum sjómannanna, sem renndu
þarna fyrstir að landi, þreyttir af
endalausu hafinu og verunni um
borð — virtist fólkið ekki síður
fagurt en náttúruumhverfið. Menn-
irnir voru háir og vel vaxnir og
húð þeirra mjúk og ekki ýkja dökk,
stundum litlu dekkri en Miðjarð-
arhafsbúa, og konurnar voru holdi-
gæddar draumadísir. Dagbókarhöf-
undarnir á Endeavour láta mikið
yfir dökkum gljáandi augum þeirra
og reglulegum hvítum tönnum, og
síðan af blómunum í dökku hárinu
og vonarbrosinu á öllu andlitinu.
Tahitibúar klæddust víðum lita-
skærum kyrtlum, sem þeir á kvöld-
um eða í viðurvist virðingarmanna
létu falla niður að mitti og blöstu
þá við hin fögru og mjúku brjóst
kvennanna.
Auðvitað var ekki allt fullkomið
þarna að fegurð né yndi. Evrópu-