Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
surd). Firran, í nútímabókmennt-
um er kenningarheiti á rökþrotum
skynseminnar andspænis allri til-
veru okkar.
í heimi Becketts á rökvísin þó
í rauninni sér enga fótfestu, og á
því þangað ekkert erindi, en það
verður þó að lýsa þessum heimi
eftir öllum leiðum en á vegum hins
rökræna. Viðfangsefni Becketts
verður því ævinlega að lýsa því,
sem ólýsanlegt er og segja það sem
ekki er hægt að segja. Og ekki hef-
ur eitt vandamálið í þessum Beck-
etts heimi fyrr verið leyst en ann-
að rís og um það má nota ummæli
Arland Ussher, sem komst að þeirri
spaklegu niðurstöðu, að það hefði
aldrei neinn notið jómfrúar.
Með hverri sögu leggur Beckett
upp í ferð inn í hinn ókunna heim,
þar sem engin lögmál gilda . . .
kannski verð það ég, eða kannski
bara þögnin um mig, ég veit það
ekki, og ég veit það aldrei, þögnin
svarar þér ekki, og þú verður að
halda áfram, ég get ekki haldið á-
fram, ég vil samt halda áfram.
Þessi hluti af síðustu setningunni
úr L’Innommable, er eins og tekin
úr dagbók landkönnuðar, sem aldrei
veit, hvað bíður hans.
Og þannig eigum við að hugsa
okkur Beckett, eins og óþreytandi
landkönnuð, ástríðufullan leitanda,
sem kennir á sjálfum sér sömu ó-
vissunnar og Kolumbus eða Vasco
da Gama á siglingu sinni um ókunn
höf og upp að ókunnum ströndum,
Þessi ókunni og ókennilegi heimur
Becketts er fullur af myrkri og
annarlegum röddum, fávísi, getu-
leysi og þjáningu.
Beckett viðurkennir að honum
séu engin svör tiltæk við spurning-
um tilverunnar, og hann minnir
okkur á geimfara, sem ferðast og
gengur í tómarúminu.
Það er engin ástæða til að hafa
áhyggjur vegna geimfara okkar og
ekki heldur af rannsóknarferðum
hr. Becketts til hinna ókunnu svæða
verundar okkar.
Samuel Beckett er eins og kunn-
ugt er írskur og löngu víðfrægur,
enda fæddur 1906 þó að við hér í
fásinninu höfum haft lítil kynni
af honum fyrr en hér var sýnt
Beðið eftir Godot.
Hann var um tíma ritari James
Joyce og hefur búið í París frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar
og skrifað verk sín á frönsku frá
því 1945 og þar til 1956 að hann
hóf aftur að skrifa á enskri tungu.
Hann sneri sér að leikritun 1950.
. .Lagasmiður (sko, ekki tónlistarsmiður): Það er maður, sem var einu
sinni lítill strákur, sem var sendur til kaupmannsins til þess að kaupa
fyrir mömmu sína, og gleymdi því svo alltaf, hvað hann átti að kaupa.