Úrval - 01.07.1966, Side 95

Úrval - 01.07.1966, Side 95
LAND FYRIR STAFNI 93 launað klæðið, sem honum var gef- ið með því, að taka af sér knipp- lingahálsklút sinn og vasaklút sinn og' gefa höfðingjanum. Gestirnir höfðu dreift um sig perlunum og einnig smáöxum, og ekki sparað gj afirnar, og þeim hafði síðan ver- ið launað með þessum konunglega hádegisverði og allt virtist leika í lyndi. Bank hafði verið svo öruggur um sig, að hann hafði leyft sér, að telja unga dömu ,,með eld í augum“, á að sitja hjá sér við borðhaldið. Nú stóð hann á fætur, veifaði byssu sinni ógnandi og heimtaði hipa horfnu muni. Á samri stund hvarf ölium bros af vör, og flestir gripu til fótanna, en höfðinginn, gestgjaf- inn, sem tók þetta nærri sér mjög, leiddi Banks að klæðadyngju sinni og var þar mikið um dýrindis dúka. Höfðinginn gaf nú Englendingunum merki um, að þeir mættu hirða, það sem þá munaði í af dúkum, en Banks þverneitaði. Hann vildi hafa aftur hina týndu muni og engar refjar, og svo fór að lokum eftir mikið japi og jaml og fuður, að þeir fengu hvorttveggja, dósirnar og kíkinn. Nú féll allt í ljúfa löð á ný og menn tóku til þar, sem frá var horf- ið og héldu áfram að matast og skiptast á gjöfum. ,,Um sex leytið um kvöldið", seg- ir Cook, „héldum við til skips, eft- ir hina vel heppnuðu landgöngu". Þvílík atvik endurtóku sig æ of- an í æ og urðu oft afdrafaríkari en í þetta skipti, bæði á Tahiti og öðr- um KyrrahafseyjUm, sem þeir heim- sóttu. Og það var einmitt atvik af þessu tagi, sem leiddi til dauða Cooks sjálfs á Hawaii 1779. Þarna var nefnilega um markmið að ræða í sjálfu sér, jafnvel tabú. Það var engu auðveldara fyrir eyjarskeggja, að neita sér um að hnupla því sem hnuplað varð, heldur en fyrir gest- ina að hætta að viðurkenna að eig'n- arréttur einstaklingsins væri frið- helgur. Líkt og er um smástráka, þá þurftu Tahitibúar að stela rófum úr garðinum. Þeim fannst að það væri bókstaflega nauðsyn að stela rófum og gera það þannig, að enginn yrði helzt var við það, né að það kæm- ist upp. Þessi tilhneiging eða siður var svo ríkur með þeim, að það þurfti ekkert minna til að stöðva þá, en skotvopn og byssukúlur, og þegar loks var gripið til þessara skotvopna, sárnaði þeim og vissu ekkert hvað þeir áttu til bragðs að taka og gripu þann kostinn að auð- mýkja sig og koma skríðandi á fjór- um fótum og biðja um náð og misk- unn. og var þetta hnupl og þeir árekstrar, sem af því hlutust, or- sök þeirra hörmulegu atburða, sem síðar urðu. Næsta grein heitir: Horft á Venus. Framkvæmdastjóri, sem virðir fyrir sér línurit yfir sívaxandi gróða fyrirtækisins: „Sko, þetta er sú tegund af poplist, sem ég kann að meta!"
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.