Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 73
FUNDIÐ ER MEÐAL GEGN MINNISLEYSI
71
En hæfileikinn til að framleiða
efnið dvínar með aldrinum. Og
gamla fólkið verður minnissljótt
vegna þess að of lítið er orðið af
efninu til að anna þeirri aðstoð
við minnið, sem þörf er á. Afleið-
ingin getur orðið minnisleysi á háu
stigi.
Þetta getur líka komið fyrir ungt
fólk. Um það eru ýms dæmi.
Og er nú brugðið nýju Ijósi yfir
orsakir minnisleysisins.
Súrefnisskortur hindrar ýmsar
efnabreytingar í heilanum, eða
hindrar með öllu, og bitnar þetta
einkum á ribo-kjarnasýrunni.
Þegar svo er komið skortir á að
heilinn hafi nóg af efni þessu til
þess að megna að geyma endur-
minningar um nýliðna atburði. En
gamlar endurminningar haldast eft-
ir sem áður. Þær eru hver í sinni
„skúffu“, en samt getur orðið mikil
tregða á að fá þær til að gegna kalli,
vekja þær upp fyrir sér.
Stundum kemur þó fyrir að þess-
ar sérstöku frumur ná sér aftur og
fara að framleiða kjarnasýru og
gefa hana gráu frumunum í heilan-
um, og jafnframt batnar þá minn-
ið.
Blóðkökkur eða blóðsegi í heilan-
um getur valdið minnisleysi og
ýmsum öðrum truflunum. Einnig á-
fengi og tóbak. Tóbak hindrar blóð-
sókn til heilans, og lamast þá þess-
ar sérstöku frumur, sem framleiða
ribo-kjarnasýruna (cellules gliaes)*
en áfengi hefur þau áhrif á þær, að
þær hætta að starfa.
Fæðutegundir sem auðugar eru
að fosfór, svo sem rauðan í egginu,
geta gert minnislausum manni mik-
ið gagn því fosfór hjálpar til við
efnasamsetningu kjarnasýru þessar-
ar.
* Frumur þessar kallast svo á
frönsku.
Stúlka við vinkonu sína: „Ég held, að hann hafi'beðið mín. Hann
sagðist vilja binda endi á vináttu okkar.“
Móðirin við son sinn, sem kemur heim með einkunnabókina: „Auð-
vitað er ég glöð yfir þvi, að þú skulir vera fyrir ofan meðallag, en
minnztu þess samt, að nú á dögum er slíkt nú fyrir neðan meðallag.“
Þegar iiðþjálfi einn var spurður um, hvort konan hans byggi til
góðan mat, svaraði hann: „Sko, við skulum orða það þannig, að ég
sé eini náunginn hérna i herbúðunum, sem útbýr sér matarpakka til
þess að fara með heim.“ James Toomey
Fallhlífarhermennirnir voru að æfa sig og lentu niðri I blautri mýri.
Þeir ösluðu síðan gegnblautir og forugir upp fyrir haus heim til her-
búðanna. Síðasti maðurinn i hópnum var augsýnilega ákveðinn i að eiga
ekkert á hættu í næstu ferð, því að hann hafði skrifað þessa gagnorðu
skipun með krítarmola á hjálminn sinn: GRAFIÐ HÉRNA.