Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 77
LAND FYRIR STAFNI
75
^EWHp að var ekki í fyrsta
sfcipti, sem Tahitibúar
; sáu hvíta menn, þegar
James Cook, skipstjóri,
lf* sigldi skipi sínu Endea-
vour (Tilraunin) inn á Matavai fló-
ann 13. apríl 1769. Bougainville á
skipinu La Boudeuse hafði verið
þar árið áður, þó að líklega væri það
ekki aiveg á sama stað á strand-
lengjunni. Wallis á Höfrungnum
hafði einnig verið þarna á ferð á
undan Cook, eða árið 1767, og loks
hafði Quiros verið á þessum slóðum
1606, en það ferðalag var nú öllum
gleymt. Bougainville hafði dvalið
aðeins þrettán daga við eyna en
Waliis fimm vikur. Cook aftur á
móti var þarna þrjá mánuði, og
hann bjóst um í landi og gerði ýms-
ar loftfræðilegar athuganir ásamt
því að kortleggja strandlengjuna.
Landtaka Cooks á Tahiti var einn
megintilgangur leiðangurs hans.
Þegar Endeavour siglir að landi
á Tahiti er einangrun Kyrrahafs-
eyjanna rofin að fullu, og eftir það
var eyjarskeggjum það engin ný-
lunda að sjá skip sigla að landi.
Cook sjálfur sigldi þangað þríveg-
is, og í kjölfar hans Spánverjar og
Bligh á Bounty og þá enskir trú-
boðar og Nantucket sel- og hval-
fangarar, sem leituðu hafna á þess-
um slóðum til öflunar „birgða", á
leiðinni suður á veiðislóðirnar. Loks
komu svo Frakkarnir.
Allir þessir gestir, sem kannski
væri samt réttara að kalla boðflenn-
ur, lögðu allir einn af öðrum, sinn
sérstaka skerf til þeirrar breytinga,
sem varð á öllum lifnaðarháttum
Tahitibúa upp frá því að fyrstu
skipin vörpuðu akkerum á logn-
kyrru lóninu.
Þeim bárust vopn, sjúkdómar og
vínandi, og einnig framandi lög og
siðgæðishugmyndir, sem ekkert er-
indi áttu inn í hið kyrrláta náttúru-
iíf, sem eyjarskeggjar höfðu lifað
frá ómunatíð.
Það er að vísu rétt, að Evrópu-
menn færðu eyjarskeggjum lyf, við
ýmsum sjúkdómum og drepsóttum
og þar með lækna, presta, yfirvöld
og lögreglu, en Tahitibúar höfðu
komizt af til þessa án þessa fólks
og ef þeir hefðu verið látnir í friði,
hefðu þeir sjálfsagt getað lifað án
þess áfram um allan aldur. Máske
hefur hamingjan í lífi eyjarskeggja
lagt frá landi um leið og fyrstu
seglin birtust við sjóndeildarhring-
inn.
Auðvitað gerði hvorki Cook né
eyjarskeggjar sér nokkra grein fyr-
ir þessu, né litu hlutina í slíku ljósi,
sem við getum nú varpað á þá.
Cook var þarna á snærum brezka
flotamálaráðuneytisins, og hafði
enga löngun til að vinna þessu fólki
nokkuð tjón, miklu fremur vildi
hann efna til vináttu við það og
hafa eins lítil áhrif á siði þess og
venjur og kostur var á. Tahitibú-
arnir gátu ekki með nokkru móti
haldið forvitni sinni í skefjum, og
tóku opnum örmum þessum fram-
andi mönnum á stórum seglskipum
í afkáralegum fötum með glysvarn-
ing sinn og töfratæki.
Þeir myndu hafa heilsað Endea-
vour af forvitnilegri gleði, þó að
þeir hefðu vitað, hvað beið þeirra.
Þessi fyrstu harkalegu kynni hinna
ljósleitu sjómanna og hinna yfir-