Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
ingja, sem ferðast mikið og er alls
staðar á höttum eftir spilum. Ör-
smáum spilum, geysistórum spilum
úr tré, beini eða krókódílaskinni.
í hverri einustu höfn, hittirðu
safnara. Menn, sem eru að safna
frímerkjum, mynt, gömlum bókum
eða flöskum. Ef safnarinn talar til
dæmis ekki ensku, þá á hann á-
reiðanlega vini, sem eru fúsir til
að æfa sig iítilsháttar við að tala
við þig. Þú kynnist landi og þjóð
betur hjá þessum manni, en hinn
ötulasti þjóðleiðamaður hjá leið-
sögumanni.
Einn vina minna safnar trúboð-
um. Hann segir: - - Þeir virðast all-
ir gleðjast af að sjá mig. Ég færi
þeim fréttir úr umheiminum, og
þeir fræða mig um landið og þjóð-
ina. Síðan fæ ég meðmælabréf til
næsta trúboða eða safnaðar, og það
bréf tryggir mér góðar og hlýjar
viðtökur, og á þennan hátt kynnist
ég ýmsu, sem enginn þjóðleiðamað-
ur kemst í kynni við.
Prestur nokkur sem ég þekki,
leitar uppi fangaverði. Ég kynntist
honum í stærsta fangelsi veraldar
en það er í Shanghai.
Hann sagði mér, að þessi áhugi
hans á aðbúð fanga og fangelsum,
hefði aukið mikið þekkingu hans
og verið honum til ánægju.
Fólk segir oft við mig: — Þú get-
ur trútt um talað. Þú ert rithöfund-
ur og það eina, sem þú þarft að
gera, er að leita uppi annan rithöf-
und eða blaðamann, ef þú kemur
til ókunnrar borgar.
En þetta geta bara allir. Læknir-
inn, iögfræðingurinn, bankastjór-
inn, kennarinn eiga starfsbræður í
öllum löndum, sem þeir geta hitt
að máli og kynnt sér sjónarmið
þeirra og deilt við þá skoðunum,
jafnframt því sem maðurinn auðvit-
að kynnist ágæta vel öllum lands-
högum með þessum hætti.
Læknir einn, sem ég hef haft
kynni af hagar ferðum sínum á
þennan hátt. Hann leitar uppi
sjúkrahús og læknastofur og ræðir
þar við félaga sína. Með þessu móti
kemur hann á staði og kynnist fólki,
sem þjóðleiðamaðurinn hefur eng-
ar spurnir af.
Lögfræðingur ein leitar uppi rétt-
arsalinn í hverri borg, sem hann
kemur til. Sama er að segja um mál-
ara og tónskáld, sem ég þekki.
Hættu að vera þjóðleiðamaður og
kastaðu ferðahandbókinni. Þú get-
ur leitað uppi stéttarbræður þina,
eða aðra safnara, ef þú ert safn-
ari, eða þá menn með sömu áhuga-
mál til dæmis í byggingarlist, garð-
rækt, barnauppeldi og barnahjálp,
veiðiskap, fuglum og blómum, skák-
menn eða bridgemenn. Þú hlýtur
að finna mann, hvert sem þú kemur,
sem þú getur rætt við og hefur gam-
an af að ræða við þig.
Eitt sinn, þegar ég ferðaðist til
Japan, einbeitti ég mér að leikhús-
um og þá kynntist ég hinu vinsæla
Kabuki, hinum sígilda No leik,
telpna óperunni, hljómlistarhöllinni.
Eg fór í kvikmyndaverin, brúðu-
leikhúsið, sem á sér engan líka í
veröldinni. Ég fór til Takarazuka
skólans í nánd við Kobe, þar sem
hundruðum japanskra kvenna er
kennt að syngja og dansa og leika.
Ég lærði mikið um leikhús, en ég
lærði jafnvel meira um Japan. í