Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 19

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 19
MÓTEFNI FRAMLEITT í RANNSÓKNARSTOFUM lri En á bla'ðamannafundi núna ný- lega, þar sem fjallað var um árang- ur þessara rannsókna, tók einn vís- indamannanna það fram, að líkam- inn framleiði líklega um milljón eða jafnvel enn fleiri mismunandi tegundir mótefnasameinda. Það mun því reynast erfitt við- fangsefni fyrir lyfjaframleiðendur að keppa við líkamann í þessu efni. Það virðist til dæmis svo, að um sé að ræða veirur svo hundruðum skipta, sem valda venjulegu kvefi. Líkaminn framleiðir mótefni til þess að losna við eina slíka veiruteg- und, en bíður svo ósigur fyrir ann- arri veirutegund nokkrum dögum síðar. Ef unnt reyndist að ákvárða mjög skjótlega, hvaða veirutegund væri sökudólgurinn hverju sinni, og finna rétt mótefni í hillu lyfsalans og sprauta því í líkama sjúklings- ins, ætti þannig að reynast unnt að ráða niðurlögum kvefsins næst- um tafarlaust. En svo virðist þó sem löng bið muni verða á því, að þetta verði hægt. Mótefnin eru flóknar eggjahvítu- efnissameindir, ætlunarverk hverr- ar sameindategundar er að snúast eingöngu gegn vissu aðvífandi eggjahvítuefni, sem berst inn í lík- amann, en ekki gegn neinum öðrum eggjahvítuefnum. Það er hæfni iík- amans til þess að framleiða næstum ótakmarkaða fjölbreytni þessara sameinda, sem gerir hann færan um að standast ásókn fjölmargra sjúk- dóma. Mótefnin verða að vera svo glögg- skyggn, að þau ráðist ekki gegn eggj ahvítuef num sjálfs líkamans. Eggjahvítuefnin samanstanda af keðjum amínósýra. Það eru aðeins 20 tegundir af amínósýrum í eggja- hvítuefnunum, en fjölbreytnin í niðurröðun þeirra er næstum ó- endanlega mikil. MISMUNUR HINNA ÝMSU EGGJAHVÍTUEFNA Þess vegna eru eggjahvítuefni sérhvers manns svolítið frábrugðin eggjahvítuefnum allra annarra manna. Eineggja tvíburar eru þó undantekning frá þessari reglu. Þótt grædd sé á einhvern húð- pjatla af nánum ættingja, lítur lík- aminn samt á húðpjötlu þessa sem einhverskonar aðskotadýr og mót- efni hans ráðast gegn henni. Stundum vinna mótefni gegn fleiri en einni tegund innrásarefna. Fyrir hálfri annarri öld uppgötvað- ist það, að veira, er olli kúabólu, sem er nautgripasjúkdómur, sem er að öllum jafnaði skaðlaus mönnum, örvaði líkamann til þess að fram- leiða mótefni, sem voru einnig á- hrifarík gegn hinni ógnvænlegu bólusótt. í mænuveikibóluefni því, sem dr. Jonas Salk bjó til, voru sameind- irnar í lömunarveikisveirunni „með- höndlaðar“ með formaldehyde, sem „drap“ veiruna með því að breyta amínósýrum þeim í „líkamsbygg- ingu“ hennar, er sýkingunni ollu. En amínósýrur þær, sem örvuðu til framleiðslu mótefna, urðu að því er virðist ekki fyrir neinum áhrif- um. Dr. Albert B. Sabin tókst svo að breyta lifandi lömunarveikisveirum á þann veg, að þær framleiddu mót- efni, sem voru áhrifarík gagnvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.