Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
hjartað. Hún gengur fyrir rafgeymi,
sem endist í tvö til þrjú ár, og má
skipta um í viðtalsstofu læknis, þeg-
ar geymirinn tæmist. Fleiri en tíu
þúsund manns nota slíka vél.
Ef vissir hlutar hjartans bila eða
skaddast í sjúkdómi, geta læknar
stundum endurnýjað þá. Um 20 þús.
sjúklingar lifa tiltölulega eðlilegu
lífi með aðstoð lítillar plastkúlu,
sem hleypur upp og niður í ryð-
fríu stálhylki inni í hjartanu. Þetta
kúluhylki er tilbúin hjartaloka, sem
hleypir blóðstraumnum út, þegar
hjartað slær en lokar fyrir hann,
svo að hann geti ekki runnið til
baka á milli slaga. Það var fundið
upp af uppgjafa vélfræðingi, M.
Lowell Edwards, í verkstæði sínu
bak við húsið sitt. Sumir sjúklingar
eru með allt að þremur slíkum
kúlum skoppandi til og frá í hjarta
sínu í stað hinna náttúrlegu hjarta-
loka. Á Nýja Sjálandi hafa læknar
tekið meira en 100 lokur úr lík-
um nýdáinna og sett þær í lifandi
sjúklinga með mjög uppörvandi ár-
angri.
Ein markverðasta framförin er
áhaldið, sem gerir mögulegt að
framkvæma skurðaðgerðir á sjálfu
hjartanu. Stöðvun blóðrásar í að-
eins fáeinar mínútur veldur dauða
óbætanlegri skemmd á heilanum.
En flóknar aðgerðir eins og endur-
nýjun á hjartalokum geta staðið
yfir í nokkrar klukkustundir og á
meðan getur hjartað ekki dælt
blóðinu. Nú er hægt að halda blóð-
rásinni við með hjartalungna á-
hhaldinu, og það heppnaðist í fyrsta
sinn árið 1953. Skurðlæknarnir opna
brjósthol sjúklingsins og stinga
plastslöngu frá áhaldinu inn í hjart-
að, þar sem stóru bláæðarnar tvær
liggja inn í það og annarri slöngu
inn í stóru slagæðina nálægt
mjöðminni. Áhaldið sígur til sín
bláæðablóðið, hreinsar úr því kol-
sýruna, lætur súrefni streyma í
gegn um það og skilar því aftur
inn í slagæðina niðri í mjaðmar-
grindinni. Þannig má leiða blóðrás-
ina fram hjá hjartanu í nokkrar
klukkustundir. Hjartsláttur sjúkl-
ingsins er stöðvaður með raflosti
og andardrátturinn með lyfjum. Á-
haldið murrar rólega og stöðugt, og
viðheldur lífsstörfum sjúklingsins
á meðan. Slík aðgerð er nú fram-
kvæmd 20 þúsund sinnum á ári.
Miklar framfarir hafi orðið í
meðferð hinna svonefndu „bláu
barna“, sem fæðast með alvarlegum
galla á hjarta era æðakerfi. í
Bandaríkjunum fæðist eitt af hverj-
um 120 börnum (þ.e. 30—40 þúsund
á ári) með op á milli hjartahólfa,
þrengsli í stórri slagæð eða öðrum
alvarlegum hjartagalla. Súrefnis-
mettun blóðsins í þessum börnum
getur komizt niður í 25%, sem er
hættulega lítið, í stað 90 til 100%.
Læknum hefur tekizt með skurð-
aðgerðum að ráða bót á sumum
þessara hjartagalla, síðan aðgerðir á
hjarta hófust. Það var þá til skamms
tíma sérstakt vandamál, að halda
barninu lifandi þann tíma, sem að-
gerðin tók.
Þótt hjarta-lungna áhaldið reynd-
ist prýðilega við fullorðna, kom það
oft að litlu gagni við börn. „í 14
marka ungbarni, er tæplega hálfur
lítri af blóði,“ segir dr. William
F. Bernhard við Barnaspítalann í