Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 114

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 114
112 ÚRVAL hjartað. Hún gengur fyrir rafgeymi, sem endist í tvö til þrjú ár, og má skipta um í viðtalsstofu læknis, þeg- ar geymirinn tæmist. Fleiri en tíu þúsund manns nota slíka vél. Ef vissir hlutar hjartans bila eða skaddast í sjúkdómi, geta læknar stundum endurnýjað þá. Um 20 þús. sjúklingar lifa tiltölulega eðlilegu lífi með aðstoð lítillar plastkúlu, sem hleypur upp og niður í ryð- fríu stálhylki inni í hjartanu. Þetta kúluhylki er tilbúin hjartaloka, sem hleypir blóðstraumnum út, þegar hjartað slær en lokar fyrir hann, svo að hann geti ekki runnið til baka á milli slaga. Það var fundið upp af uppgjafa vélfræðingi, M. Lowell Edwards, í verkstæði sínu bak við húsið sitt. Sumir sjúklingar eru með allt að þremur slíkum kúlum skoppandi til og frá í hjarta sínu í stað hinna náttúrlegu hjarta- loka. Á Nýja Sjálandi hafa læknar tekið meira en 100 lokur úr lík- um nýdáinna og sett þær í lifandi sjúklinga með mjög uppörvandi ár- angri. Ein markverðasta framförin er áhaldið, sem gerir mögulegt að framkvæma skurðaðgerðir á sjálfu hjartanu. Stöðvun blóðrásar í að- eins fáeinar mínútur veldur dauða óbætanlegri skemmd á heilanum. En flóknar aðgerðir eins og endur- nýjun á hjartalokum geta staðið yfir í nokkrar klukkustundir og á meðan getur hjartað ekki dælt blóðinu. Nú er hægt að halda blóð- rásinni við með hjartalungna á- hhaldinu, og það heppnaðist í fyrsta sinn árið 1953. Skurðlæknarnir opna brjósthol sjúklingsins og stinga plastslöngu frá áhaldinu inn í hjart- að, þar sem stóru bláæðarnar tvær liggja inn í það og annarri slöngu inn í stóru slagæðina nálægt mjöðminni. Áhaldið sígur til sín bláæðablóðið, hreinsar úr því kol- sýruna, lætur súrefni streyma í gegn um það og skilar því aftur inn í slagæðina niðri í mjaðmar- grindinni. Þannig má leiða blóðrás- ina fram hjá hjartanu í nokkrar klukkustundir. Hjartsláttur sjúkl- ingsins er stöðvaður með raflosti og andardrátturinn með lyfjum. Á- haldið murrar rólega og stöðugt, og viðheldur lífsstörfum sjúklingsins á meðan. Slík aðgerð er nú fram- kvæmd 20 þúsund sinnum á ári. Miklar framfarir hafi orðið í meðferð hinna svonefndu „bláu barna“, sem fæðast með alvarlegum galla á hjarta era æðakerfi. í Bandaríkjunum fæðist eitt af hverj- um 120 börnum (þ.e. 30—40 þúsund á ári) með op á milli hjartahólfa, þrengsli í stórri slagæð eða öðrum alvarlegum hjartagalla. Súrefnis- mettun blóðsins í þessum börnum getur komizt niður í 25%, sem er hættulega lítið, í stað 90 til 100%. Læknum hefur tekizt með skurð- aðgerðum að ráða bót á sumum þessara hjartagalla, síðan aðgerðir á hjarta hófust. Það var þá til skamms tíma sérstakt vandamál, að halda barninu lifandi þann tíma, sem að- gerðin tók. Þótt hjarta-lungna áhaldið reynd- ist prýðilega við fullorðna, kom það oft að litlu gagni við börn. „í 14 marka ungbarni, er tæplega hálfur lítri af blóði,“ segir dr. William F. Bernhard við Barnaspítalann í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.