Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 69
VARID
YKKUR
Það er margt, sem hrjáir mannjólkið í clag
á þessum fyrstu dögum geimferðanna, og það
verður fleira um það lýkur.
í Cameron brá manni
einum ekki lítið, sem
skiljanlegt er, þegar
stærðar trukkur féll til
jarðar úr háloftunum
rétt við nefið á honum.
Bíllinn hafði dottið út úr flutn-
ingaflugvél, sem flaug í 1500 feta
hæð. Hollywoodlýðurinn gapti held-
'ur ekki lítið á fljúgandi disk yfir
borginni. Þetta reyndist vera gúrní-
björgunarfleki, sem hafði fallið út
úr einni af vélum flotans, og blásið
sig upp í loftinu.
Maður nokkur í Los Angeles vissi
held.ur ekki hvaðan á hann stóð
veðrið, þegar skyrta féll úr háloft-
unum og vafðist að höfði hans.
í skyrtuvasanum fundust skilríki
eiganda skyrtunnar, og hafði mað-
urinn flogið frá flugvelli í grennd-
inni, en enn hefur ekki hafzt upp á,
hvað olli því að hann missti skyrt-
una út úr vélinni.
Maður einn í Chicago heyrði
skyndilega skruðninga mikla í skúr
sínum í garðinum. Þegar hann fór
að athuga, hvað skeð hefði, fann
hann stjörnulykla sett. Við rann-
sókn reyndist flugvirki hafa gleymt
þessu á loftfari einu.
Ein skrýtnasta sagan af þessu tagi
er sú, að fyrir ekki löngu síðan féll
merktur fingurbaugur úr flugvél,
sem var á flugi yfir Sacramento.
Hann' féll rétt hjá frú Önnu W.
67
Chatholic Digest