Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 22
20
EINN FRUMÞÁTTUR
Margir þessara margbreytilegu
arfstofna eru tengdir einum „frum-
þætti“ kjarnasýru þeirrar, sem ræð-
ur erfðunum. í sérhverju tilfelli á-
kvarðast bygging mótefnis þess,
sem þannig kemur fram, af því
hvaða „frumþáttur“ setur merki
sitt á „undirvagninn". Er hér um
að ræða tilviljunarkennda „fram-
leiðslu“, sem kynni að geta verið
skýringin á hinum geysilega fjöl-
breytileika mótefna þeirra, sem
myndast.
Þeir dr. Dreyer og dr. Bennett
eru á þeirri skoðun, að slík erfða-
myndun sé „gerólík öllu því, sem
venjulega kemur fram við nútíma-
rannsóknir í sameindafræði."
Líklegt er, að þessi breyting verði,
ÚRVAL
þegar mótefniskerfi líkamans nær
þroska. Aðeins er þörf fyrir að
framleiða eitt mótefni af hverri teg-
und á því stigi. Síðan liggur það
óvirkt í blóðvökvafrumunni, þang-
að til sýking veldur því, að inn í
líkamann berst það framandi eggja-
hvítuefni, sem þetta vissa mótefni
er einmitt virkt gegn. Þá örva þess-
ar nýju aðstæður fjöldaframleiðslu
þessa sérstaka mótefnis.
Dr. Dreyer álítur, að skilningur
vísindamanna á byggingu og gerð
mótefna og framleiðslu gervimót-
efna kunni að lokum að aukast að
því marki, að þegar um sýkingu sé
að ræða, geti vísindamaðurinn í
rannsóknarstofunni orðið miklu
fyrri til að framleiða hin réttu
varnarefni heldur en líkami sjúkl-
ingsins.
ÓMÓTSTÆÐILEG ÞOKKADÍS
Stúdentar frá ýmsum löndum voru spurðir að þvi í Lausanne í Sviss,
hvað stúlka þyrfti að hafa til að bera til þess að vera fegursta stúlka
í heimi. Paul Gelis var formaður kosninganefndar þessarar og hann lýsti
því yfir að undangenginni atkvæðagreiðslu meðai stúdentanna, að hin
ómótstæðilea þokkadís yrði að hafa eftirfarandi kosti til að bera:
E'nskt hörund, írskt bros, franskar vaxtarlínur, spænskt göngulag,
ítalskt hár, egypzk augu, grískt nef, bandarískar tennur, rödd Vínar-
konu, japanskan hlátur, argentínskar axlir, thailenzkan háls, svissnesk-
ar hendur, skandinaviska fótleggi, kínverska fætur og áströlsk brjóst.
Hún þyrfti líka að geta eldað eins og frönsk kona, stjórnað heimilis-
haldi eins og þýzk kona, verið auðsveip eins og Austurlandakona og
klætt sig eins glæsilega og bandarísk kona.
Hvað hegðun hennar og atferli á sviði ástalífsins snerti, gátu stúd-
entarnir aftur á móti ekki orðið á eitt sáttir. „Ástin á sér engin þjóð-
leg takmörk," sagði Gelis. „Hún er of fjölþætt viðfangsefni til þess, að
um hana sé hægt að greiða atkvæði."
Yvette de la Fontaine