Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 47

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 47
ÁHRIF TÆKNIÞRÓUNAR Á HEIMILIN 45 leiksýningum og skólatónleikum, verða þau kynni önnur og óper- sónulegri heldur en, ef börn og ung- lingar hafa persónulegt samband við listelskar manneskjur, sem geta lagt þeim til menningarlegt veganesti á einhverju sviði. Eflaust gætu heim- ilin unnið á og eflt áhrif sín, ef þau gætu skilið við ýmsar óheppilegar venjur, t.d. ætti að vera hægt að koma saman á heimilum án þess að húsráðendur þyrftu að efna til stór- veizlu með ærinni fyrirhöfn og mikl- um kostnaði í hvert skipti, sem gesta er von. Ýmiss konar metnað- ur, prjál og íburður kemur oft í veg fyrir að heilbrigt félagslíf geti þró- azt innan veggja heimilanna, eða að fólk geti umgengizt þar kunningja sína og vini með óþvinguðum og eðlilegum hætti. Hlutverk heimilisins verður aldr- ei það sama og áður, það er stöðugt að breytast og staða húsmóðurinn- ar einnig. Meðal vanþróaðra þjóða eru barnahóparnir stórir, konurnar standa lengi í barneignum og verða fljótt útslitnar við þrældóm og ó- nógt viðurværi, og ekki kemst nema lítill hluti lifandi fæddra barna til fuliorðins ára. Hér er þessu á ann- an veg farið, ungbarnadauði, svo lítill sem verða má, meðalaldur fólks lengist stöðugt, og því löng starfs- ævi framundan hjá flestum konum, þó frá séu dregin nokkur ár með- an ætla má að þær stundi aðallega uppeldi barna sinna. Sá hópur kvenna, sem leitar út í atvinnulífið stækkar því óðum, og ekkert bend- ir til að þeirri þróun sé lokið. Þeim konum, sem ekki stunda annað en heimilisstörf fer stöðugt fækkandi. Það er eins og þær uni sér ekki við öll þægindin og tilbreytingarleysið. sem einkenna svo mjög hin smáu borgaraheimili. Sú var tíðin að ekki þótti leika vafi á að staður kvenna væri á heim- ilinu en karla úti í atvinnulífinu. Ekki var þar með sagt að konur fyrri tíma gætu án kunnáttu og und- irbúnings tekið að sér heimilisstörf- in svo margbrotin sem þau voru þá, þvert á móti þurftu þær þegar í bernsku og æsku að ávinna sér margþætta leikni og mikla kunn- áttu. Eins og áður var drepið á er mikið af þeirri kunnáttu úr gildi gengið. Hitt hika margir við að gera sér ljóst að í stað hins hefðbundna lífsundirbúnings kvenna verður að koma eitthvað annað og meira sem hægt er að byggja ævistarfið á. Húsmæðrafræðsla er sjálfsögð og kunnátta í heimilisstörfum þeim, sem nú geta heitið því nafni, þarf að ná til sem flestra bæði drengja og stúlkna. Eins og nú er komið er það ófyrirgefanlegt andvaraleysi að ala ungar stúlkur upp á sama hátt og gert var á meðan heimilisstörf voru það eina, sem konur áttu kost á að stunda. Ef menntun þeirra og lífsundirbúningur er einungis við það miðaður, þá má segja að horft sé um öxl og verið sé að telja stúlk- unum trú um að þær eigi að gegna hlutverki sem ekki er lengur til í sama skilningi og áður var. Slíkt sýnir ekki aðeins skort á framsýni heldur einnig að menn hafa ekki áttað sig á því, sem er að gerast í kring um þá á þessari stundu. Það er tímabært að benda öllum for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.