Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 86

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL Fjölskylda hans hverfur sífellt meir í móðu fjarlægðarinnar á hin- um löngu rannsóknarleiðangrum hans. Hann elskar hana að vísu og hann vinnur fyrir henni og vill eiga hana þarna heima. Kona hans hét E'izabeth Batts og var af al- múgafólki úr sveit og hann kvænt- ist henni hálfu ári áður en hann lagði upp í þá ferð, sem hér segir af. Á þeim sautján árum, sem hún var gift Cook, sá hún mann sinn aðeins með margra ára millibili og þá ekki nema fáa mánuði í hvert sinn. Börn áttu þau sex og lifði Elizabeth þau öll og einnig mann sinn. Það er ekki orð að finna hjá Cook um alla þessa sögu, sem virð- ist þó hafa verið all-döpur á stund- um. Höfðingjastjórn um borð. Skipshöfnin á Endeavour var eins og við var að búast á þessum tíma, múgamenn, týndir saman sinn úr hverri áttinni, og var sumum þetta sjálfrátt ferðalag en sumurn ekki, eins og jafnan var um sjóliða í Hin- um konunglega brezka flota á þess- um tíma. Allir voru mennirnir van- ir sjómennsku og því harðrétti, sem henni fylgdi. Zachary Hicks, næst- ráðandi um borð, var aðeins fáum árum yngri en Cook, þriðji mað- ur að völdum, var John Gore, sem hafði siglt með Wallis á Höfrungn- um. Skipshöfnin öll, það er þeir, sem sigldu skipinu var sjötíu manns, og meðal hennar var læknir, og prestur, síðan fjörutíu fullgildir há- setar, nokkrir léttadrengir eða við- vaningar og átta þjónar. Um borð voru einnig tólf sjóliðar, sem höfðu því hlutverki að gegna, að vernda og gæta skipshafnarinnar við land. Loks er að telja vísindamenn þá, sem voru þarna á vegum Konung- lega vísindafélagsins (The Royal Society), þeir voru stjörnufræðing- urinn Charles Green og nokkrir náttúrufræðingar og listamenn, og var fyrirliði þeirra Joseph Bank. Við vitum mikið um Bank. Hann varð hinn frægasti maður og raun- verulegur einræðisherra í öllu vís- indalífi Englendinga og forseti Kon- unglega vísindafélagsins um hálfrar aldar skeið. Verndari ótal leiðangra og framkvæmda og átrúnaðargoð lista- og vísindaheims Lundúnabúa, og kannski hefur andleg spekt aldrei staðið þar í bæ með meiri bióma. Það eru til mörg málverk af Jos- eph Bank, og bréfaskipti hans voru feykileg og hann lagði hönd að allri vísindastarfsemi og var í stuttu máli alþekktur maður á sínum tíma. (Það þarf ekki að kynna okkur íslend- ingum svo mjög sir Joseph Bank. Við rhunum þann mann, svo lengi, sem við munum Jörund okkar Hundadagakonung, og eigum honum margt gott upp að unna, og má af þvi marka hvílíkur maður hef- ur verið þarna á ferð, að hann skuli standa jöfnum fótum á Tahiti og íslandi og vinna sér til ágætis í báðum þessum ólíku löndum. Hann kynnti sér siðu og háttu lahdsbúa svo vel, að hann gat lagt gott til í báðum löndunum. Þýð.). En Jóseph Bank, var ekki orðinn Sir, þegar hann lagði úr höfn á Endeavour, heldur aðeins tuttugu og fimm ára gamall, og verðum við í þessari sögu að gæta þess, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.