Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 44

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 44
42 ÚRVAL sér verkum, en konan er nú ein, ein við vinnu sína allan daginn, ein með börnum sínum, svipt þeim fél- agsskap og valdaaðstöðu, sem hún naut áður fyrr. Þessi einangrun giftra kvenna á heimilunum er að sjálfsögðu sprottin af þeirri hefð sem skapaðist á meðan vöðvaorka var í háu verði og sjálfsagt var að karlmenn stunduðu erfiðisvinnu úti, en konur sinntu heimilisverkum, sem á þeim tímum voru léttari, en það er ósannað að konur séu hæf- ari en karlmenn til að gegna heim- ilisstörfum. Þótt gift kona vinni ut- an heimilis þykir ennþá sjálfsagt að meginþungi heimilisstarfanna hvíli á henni, og það jafnvel þótt hún hafi menntun og stöðu á borð við manninn. Oft er þessi skipun réttlætt með því að segja að maðurinn sé fyrir- vinna heimilisins og hafi hærri tekj- ur, síðan er launamisréttið talið byggt á því að konan sé ótraustari vinnukraftur, þar sem hún þurfi að annast heimili og ef til vill börn. Margar konur eru óánægðar með þetta misrétti, og öfunda karlmenn- ina, sem vonlegt er. En jafnframt ala þær syni sína upp á þann hátt að þeir verða eftirmyndir feðra sinna, og það er ekki jafn auðskil- ið. En svo hikandi eru konur ennþá í jafnréttishugmyndum síhum að þær vanrækja margar hverjar að kenna sonum sínum að bjarga sér við algengustu kringumstæður dag- legs lífs, þótt þær vilji láta dætum- ar læra að þjóna sér og vinna heim- ilisstörf. A meðan svo er dæmir hver kynslóð kvenna þá næstu til að gegna sérstöku þjónustuhlutverki, án þess að sannað sé að slíkt hlut- verk sé meira í samræmi við eðli og upplag kvenna en karla. Skóla- stjóri við stóran heimavistarskóla hefur sagt mér, að hann eyði mikl- um tíma í að kenna unglingunum að ganga um híbýli sín og hirða þau, kveðst hann ekki finna að piltarn- ir eigi erfiðara með að tileinka'sér þá fræðslu en stúlkur. Við erum á- takanlega gamaldags í þessu efni, það eina, sem virðist hafa gerzt er að sumar mæður láta dætur sínar einnig fara á mis við að læra að ganga um heimili, og er það á viss- an hátt í samræmi við jafnréttis- hugmyndir nútímans. Gallinn er sá að enginn fæst nú lengur til að vinna þjónustustörf á heimilinu, og þá er ekki annað til ráða, en að gera hvern einstakling sjálfbjarga hvort sem um er að ræða karl eða konu. Það getur ekki endalaust ver- ið efni í gamansögu, þótt karlmaður helli upp á kaffi, bursti skóna sína eða bvoi upp diskinn sinn. Er nokk- ur ástæða til að ætla að hæfileik- um til að vinna svo einföld verk sé misskipt milli kynjanna? Við verðum að gera okkur ljóst, að siálf heimilisstörfin verða því fá- brotnari og einhæfari, sem tækninni fleygir meir fram, fataiðnaður og matvælaiðnaður leggur tilbúnar neyzluvörur upp í hendur okkar, eftir er að velja hlutina, hirða þá og nota. Minna verður um skapandi og frjó verkefni. Á meðan húsmóð- urstarfið fól í sér fjölmarga þætti mannaforráða og athafnalífs, á með- an heimilið var vinnustaður þar sem ábyrgðarmikil og vandasöm störf, breytileg með hverri árstíð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.