Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 108

Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL þolað brennandi hitabeltissólskinið þegar hann var á kafbátaveiðunum í opnum bát sínum. Hann fékk húð- krabba í andlitð og gat ekki rakað sig upp frá því — og af þessari á- stæðu stafaði alskeggið, sem hann bar síðustu ár ævinnar. Daginn sem innrásin var gerð á meginland Evrópu, var Hemingway í för með fyrstu hersveitunum, og síðar tók hann þátt í árásarferðum sprengjufugvéla, sem sendar voru gegn flugskeytastöðvum Þjóðverja á Frakklandsströnd. Hann hafði lít- nn tíma til að sinna ritstörfum með- an á stríðinu stóð, og í marzmán- uði 1945 taldi hann sig hafa gert skyldu sína gagnvart föðurlandinu og sneri aftur heim til Kúbu. Enn var umrótinu í einkalífi Hem- ingways ekki lokið. Hann skildi við þriðju konu sína og giftist hinni fjórðu, Maríu. Skáldsaga hans úr stríðinu, ACROSS THE RIVER AND THE THREES, kom ekki út fyrr en árið 1950 og hlaut fremur slæma dóma, en tveimur árum síðar birti hann stutta sögu, Gamli maðurinn og hafið, þar sem hann sneri baki við stríðsendurmnningum sínum og valdi sér annað viðfangsefni. Fyrir þá bók hlaut hann Nóbelsverðlaun- in árið 1954. Verðlaunaféð gaf Hemingway kapellu Maríu meyjar á Austur- Kúbu. „Maður á ekki neitt fyrr en maður gefur það“, sagði hann. Heilsa hans tók nú að hraka og hann fluttist frá Kúbu og settist að í Bandaríkjunum. Hann varð að liggja á sjúkrahúsi annað veifið — hann þjáðist af sykursýki eins og faðir hans — og eitt sinn er hann kom heim af spítalanum, var hann óvenjulega dapur. Morguninn eftir, 2. júlí 1961, heyrði kona hans skot- hvell. Hún hljóp niður stigann, en kom að Hemingway látnum. Hann lá á gólfinu með haglabyssu sér við hlið. Hemingway hafði mikil áhrif á skáldsagnagerð tuttugustu aldarinn- ar, ekki einungis í Ameríku, held- ur og um gervallan heim, því að bækur hans hafa verið þýddar á flestar þjóðtungur. Hinn íburðar- lausi stíll hans, hraða frásögn og tánkrænar lýsingar hafa skapað honum þá sérstöðu, sem engin stæl- ing fær haggað. „Mér þykir það leitt, elskan,“ sagði eiginkonan auðmjúklega við eiginmanninn, „en kvöldmaturinn er allur brenndur." „Hvernig gat slikt gerzt?“ urraði eiginmaðurinn. „Kviknaði í kjör- búðinni?" Prestinum varð svo að orði, þegar hann steig á bananahýðið og skall kylliflatur: „Það er skrýtið, hversu löngu gleymd orð geta sprottið skyndilega fram í huga manns."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.