Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
þolað brennandi hitabeltissólskinið
þegar hann var á kafbátaveiðunum
í opnum bát sínum. Hann fékk húð-
krabba í andlitð og gat ekki rakað
sig upp frá því — og af þessari á-
stæðu stafaði alskeggið, sem hann
bar síðustu ár ævinnar.
Daginn sem innrásin var gerð á
meginland Evrópu, var Hemingway
í för með fyrstu hersveitunum, og
síðar tók hann þátt í árásarferðum
sprengjufugvéla, sem sendar voru
gegn flugskeytastöðvum Þjóðverja
á Frakklandsströnd. Hann hafði lít-
nn tíma til að sinna ritstörfum með-
an á stríðinu stóð, og í marzmán-
uði 1945 taldi hann sig hafa gert
skyldu sína gagnvart föðurlandinu
og sneri aftur heim til Kúbu.
Enn var umrótinu í einkalífi Hem-
ingways ekki lokið. Hann skildi við
þriðju konu sína og giftist hinni
fjórðu, Maríu. Skáldsaga hans úr
stríðinu, ACROSS THE RIVER AND
THE THREES, kom ekki út fyrr en
árið 1950 og hlaut fremur slæma
dóma, en tveimur árum síðar birti
hann stutta sögu, Gamli maðurinn
og hafið, þar sem hann sneri baki
við stríðsendurmnningum sínum og
valdi sér annað viðfangsefni. Fyrir
þá bók hlaut hann Nóbelsverðlaun-
in árið 1954.
Verðlaunaféð gaf Hemingway
kapellu Maríu meyjar á Austur-
Kúbu. „Maður á ekki neitt fyrr en
maður gefur það“, sagði hann.
Heilsa hans tók nú að hraka og
hann fluttist frá Kúbu og settist að
í Bandaríkjunum. Hann varð að
liggja á sjúkrahúsi annað veifið —
hann þjáðist af sykursýki eins og
faðir hans — og eitt sinn er hann
kom heim af spítalanum, var hann
óvenjulega dapur. Morguninn eftir,
2. júlí 1961, heyrði kona hans skot-
hvell. Hún hljóp niður stigann, en
kom að Hemingway látnum. Hann
lá á gólfinu með haglabyssu sér við
hlið.
Hemingway hafði mikil áhrif á
skáldsagnagerð tuttugustu aldarinn-
ar, ekki einungis í Ameríku, held-
ur og um gervallan heim, því að
bækur hans hafa verið þýddar á
flestar þjóðtungur. Hinn íburðar-
lausi stíll hans, hraða frásögn og
tánkrænar lýsingar hafa skapað
honum þá sérstöðu, sem engin stæl-
ing fær haggað.
„Mér þykir það leitt, elskan,“ sagði eiginkonan auðmjúklega við
eiginmanninn, „en kvöldmaturinn er allur brenndur."
„Hvernig gat slikt gerzt?“ urraði eiginmaðurinn. „Kviknaði í kjör-
búðinni?"
Prestinum varð svo að orði, þegar hann steig á bananahýðið og skall
kylliflatur: „Það er skrýtið, hversu löngu gleymd orð geta sprottið
skyndilega fram í huga manns."