Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 83
LAND FYRIR STAFNI
81
stundum svo og barnamorð, þá voru
þarna engin hnignunarmerki, né ó-
rói í mannfólkinu. Þar sem skot-
vopn þekktust ekki, var erfitt fyr-
ir nokkurn einn mann að ná alger-
um vöidum, þarna var heldur eng-
in orsök til valdasýki eða frama-
girni, og sektartilfinning mátti heita
óþekkt hugtak.
Bougainville, sem hafði í fersku
minni, Sjö ára stríðið í Evrópu, þeg-
ar hann var á ferð, líkti eyjunni við
Paradís eða garðinn Eden, og skírði
hana því upp, og kallaði hana Hina
nýju Cytheríu, eftir eyjunni í Mið-
jarðarhafi, þar sem Aphrodite (eða
Venus) reis fyrst úr hafdjúpunum.
Bougainville hefur að vísu miklað
fyrir sér sæluna þarna. hann vissi
til dæmis ekki um mannfórnirnar,
en það er samt erfitt að hugsa sér
meiri reginmun á lífsviðhorfum, og
lifnaðarháttum, en hjá hinum á-
hyggjulausu Tahitibúum og hinum
níutíu Englendingum á Endeavour,
sem vörpuðu akkerum á Matavai
flóa árið 1769.
Cook hafði verið fengið í hendur
tvíþætt hlutverk og átti að ríkja
leynd yfir öðru þeirra. Hann átti
fyrst og gera stjarnfræðilegar athug-
anir á göngu Venusar, en hann gekk
fyrir sólu þann 3. júní þetta ár, og
Tahiti hafði orðið fyrir valinu til
þessara athugana.
Hann átti síðan að kortleggja eyj-
una og næstu eyjar og halda síðan
áfram ferð sinni um Suður-Kyrra-
hafið, ef þar kynni að finnast meg-
inland.
Það var tilviljun, að Tahiti varð
fyrir valinu í þessu tvíþætta skyni.
Menn vissu það mikið um Kyrra-
hafið, að það var urn fleiri staði að
ræða til stjarnfræðiathugananna, og
um Tahiti vissi enginn maður á Eng-
landi fyrr en skömmu áður en Cook
lét úr höfn.
Wallis á Höfrungnum sigldi að
landi. eftir langa ferð, nokkrum vik-
um áður en Cook hélt af stað. Hann
fræddi menn um þessa eyju, sem
biði upp á öndvegisskipalægi og
vinsamlega íbúa og hún reyndist á-
gætlega staðsett til athugananna.
Tahiti varð því fyrir valinu á síð-
ustu stundu, sem ákvörðunarstaður
Cooks og hans manna.
Þegar hér er komið sögu er Cook
fertugur, og það er furðuefni, að
hann skyldi valinn til að stjórna
þessum leiðangri, sem var bæði á-
hættusamur og mikilsverður. Hann
var sonur verkamanns í Yorkshire
og vann í æsku í sveit og síðan við
verzlun, og það var ekki fyrr en
hann var átján ára, að hann hóf
sjómennsku. Hann sigldi fyrst skip-
um, sem fluttu kol, og í þeim sigl-
ingum er hann fram yfir hálf-þrí-
tugt, en tuttugu og sjö ára hefur
hann gengið í flotann. Hann var
orðinn stýrimaður í verzlunarflotan-
um, en féll í tign, af skiljanlegum
ástæðum, þegar hann gekk í stríðs-
flota Hans hátignar og var talinn
þar fullgildur háseti. Hann þjón-
aði í flotanum bæði í Kanada og
Nýja-Sjálandi, en að þeirri þjónustu
lokinni, hafði hann ekki enn verið
skipaður foringi. Þó að flotastjórn-
in léti sér þannig hægt með að auka
frama Cooks, þá var það ekki af
þvi, að hún hefði nokkrar sakir á
hendur honum nema síður væri.