Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
sjúkdómnum, þótt veirurnar sjálf-
ar væru mannslíkamanum hættu-
lausar og yllu ekki sýkingu í hon-
um.
Mótefni eru geymd í þeim hluta
blóðvökvans, sem nefnist „gamma
glubulin". Efnisfræðileg sundur-
greining gamma globulinsins hefur
ekki reynzt möguleg, vegna þess
að sameindir þess eru svo geysilega
fjölbreytilegar.
Mestu mótsagnirnar á þessu rann-
sóknasviði hafa verið tengdar egg-
frumunni í líkama konunnar. Egg-
fruman hefur aðeins að geyma tak-
markað safn „erfðaupplýsinga", en
samt er hún uppsprettan, sem rekja
má til allan hinn furðulega fjöl-
breytileika, sem mannslíkaminn býr
yfir. Og jafnframt getur hún fram-
leitt milljón mismunandi tegundir
mótefna eða jafnvel enn fleiri.
Sumir álíta, að mótefnin erfist
ekki á neinn hátt, heldur séu þau
framleidd jafnskjótt og framandi
efni gera innrás í líkamann. Sam-
kvæmt þeirri skoðun myndast mót-
efnið með hliðsjón af hinu framandi
efni, sem innrásin hefur gert. Það
verður hliðstæða þessa framandi
efnis og býr yfir eiginleikum, senj
gera því fært að gera hið framandi
efni óvirkt. Fjölmargir sérfræðingar
á þessu sviði eru þó ekki lengur
á þessari skoðun. Astæðan fyrir
þeirrri skoðanabreytingu er sú, að
maðurinn virðist erfa mikið eða
lítið mótstöðuafl gegn sjúkdómum.
Nú hafa skyndilega myndazt nýir
möguleikar til mótefnarannsókna
vegna árangurs af rannsóknum, sem
fram hafa farið á sérkennilegu
eggj ahvítuefni, sem finnst í þvagi
þeirra sem þjást af mergæxli
(multiple myeloma). Sá sjúkdómur
lýsir sér í því, að blóðvökvafrum-
urnar, sem framleiða mótefni, verða
krabbameinskenndar. Brezki eðlis-
fræðingurinn Henry Bence Jones,
sem uppi var á 19. öld, uppgötvaði
og greindi eggjahvítuefni þetta, sem
ber nú nafn hans.
BENCE-JONES-EGGJAHVÍTU-
EFNIÐ
Fram hefur komið, að Bence-
Jones-eggjahvítuefnið myndar að-
alkjarna mótefnissameindanna.
Það hafði hingað til ekki reynzt
unnt að eínagreina mótefnissam-
eindirnar. Blóðið inniheldur svo
geysilega margvíslegar mótefnis-
sameindir, að það hafði reynzt ó-
framkvæmanlegt að einangra ein-
hverjar sérstakar þeirra til efna-
greiningar.
Mótefnissameindin er nú álitin
samanstanda af fjórum keðjum
amínósýra, og er hver keðjan þann-
ig felld saman, að hinir einstöku
hlutar hennar samsvara hver öðr-
um efnafræðilega.
Tvær af keðjunum eru „þungar“,
það er að segja, þær samanstanda
af nákvæmlega eins niðurröðuðum
amínósýrum, sem eru 400 talsins.
Hinar keðjurnar tvær, þ. e. þær
„léttu“, samanstanda af nákvæm-
lega eins niðurröðuðum amínósýr-
um, en í þeim keðjum eru amínó-
sýrurnar 210 talsins. Þessar fjórar
keðjur mynda svo fullkomna mót-
efnissameind, og eru keðjur þessar
tengdar efnafræðilega saman (með
tengslum milli brennisteinsfrum-
einda), svo að þær mynda „rifur“ í