Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 85
LAND FYRIR STAFNI
83
skortur á samtíma lýsingu af mann-
inum, lýsir honum betur en kannski
mörg orð og sýnir okkur styrkleika
mannsins, ólíkt því sem varð með
Bligh skipstóra seinna.
Cook hefur ekki verið mótsagna-
kenndur persónuleiki, sem fólk
hafði nokkra ástæðu til að tala mik-
ið um. Það efast aldrei neinn um
stjórn hans, né dregur í efa rétt-
mæti ákvarðana hans og hann virð-
ist ekki eiga sér nokkra óvini.
Hann réði öllu á skipi sínu, og
hann réði einnig öllu um í hvaða
ævintýrum hann lenti. Hann er rétt-
látur og hleypidómalaus, og menn
bera virðingu fyrir honum og efast
ekki um að hann eigi að stjórna og
vera þar sem hann var, og þess
vegna finnst samtímamönnum hans
ekki ástæða til að fjalla mikið um
hann sem mann.
Hann er þarna og siglir skipi
sínu áfallalaust. Hann er eldri og
reyndari en aðrir af skipshöfn hans,
og er í augum skiphafnar sinnar
næstum föðurleg persóna og eng-
inn getur hugsað sér Endeavour á
siglingu án hans.
Hann ritar eins og foringja ber
að rita einfalt en ljóst og ekkert
virðist koma honum á óvart né
valda honum kvíða. Hann hefur lif-
andi áhuga á öllu, sem fyrir hann
ber og snertir starf hans, hvort
heldur það er maðkurinn í skips-
kexinu eða hið dularfulla hátterni
Patagóníumanna. Hann lítur á það
sem hlutverk sitt að tína samvizku-
samlega til allar staðreyndir sem
réttastar og þá sjaldan hann læt-
ur athugasemd falla um uppgötv-
anir sínar, þá flýtir hann sér að
bæta við, að vel geti verið að hon-
um skjátlist.
En hann hefur bara ekki oft rangt
fyrir sér, né heldur virðist margt
fara framhjá hinni heilbrigðu at-
hygli hans.
Það er gaman að fylgjast með því
af dagbókum hans, hvernig athygli
hans vex, eftir því sem ferðinni
heldur meir fram. Þegar hann legg-
ur upp, er hann sjóliðsforinginn,
sem hefur stjórn skipsins að sjálf-
sögðu helzt í huga, en smámsaman
vakna fleiri hugðarefni og hann
breytist einnig í áhuganáttúrufræð-
ing og mannfræðing. Hann virðist
ævinlega vera hleypidómalaus í
skiptum sínum við fólk af öðrum
litarhætti og annarri menningu.
Hann fylgir út í æsar og undan-
tekningarlaust, þeim reglum sem
hann hefur sett sjálfum sér og
skipshöfn sinni, en hann gerir aftur
á móti enga tilraun til að beita þeim
reglum við annað fólk.
Hann tekur fólk, eins og það kem-
ur fyrir og virðist hafa lifandi á-
huga á öllu mannlegu. Hann virð-
ist gæddur þessum grundvallareig-
inleika góðs könnuðar, að hann er
ekki fyrst og fremst að keppa að
einhverju ákveðnu marki, heldur
rannsakar og athugar það sem fyr-
ir hann ber, alltaf haldinn þörfinni
til að sjá hvað sé hinum megin við
næstu hæð og þannig koll af kolli
þar til yfir lýkur.
Það sem vitað er um einkalíf hans
vekur undrun manna. Það virðist
líkt um hann og Livingstone Afríku-
fara, að einkalíf hans hverfur í
skuggann af rannsóknarþörfinni.