Úrval - 01.07.1966, Page 85

Úrval - 01.07.1966, Page 85
LAND FYRIR STAFNI 83 skortur á samtíma lýsingu af mann- inum, lýsir honum betur en kannski mörg orð og sýnir okkur styrkleika mannsins, ólíkt því sem varð með Bligh skipstóra seinna. Cook hefur ekki verið mótsagna- kenndur persónuleiki, sem fólk hafði nokkra ástæðu til að tala mik- ið um. Það efast aldrei neinn um stjórn hans, né dregur í efa rétt- mæti ákvarðana hans og hann virð- ist ekki eiga sér nokkra óvini. Hann réði öllu á skipi sínu, og hann réði einnig öllu um í hvaða ævintýrum hann lenti. Hann er rétt- látur og hleypidómalaus, og menn bera virðingu fyrir honum og efast ekki um að hann eigi að stjórna og vera þar sem hann var, og þess vegna finnst samtímamönnum hans ekki ástæða til að fjalla mikið um hann sem mann. Hann er þarna og siglir skipi sínu áfallalaust. Hann er eldri og reyndari en aðrir af skipshöfn hans, og er í augum skiphafnar sinnar næstum föðurleg persóna og eng- inn getur hugsað sér Endeavour á siglingu án hans. Hann ritar eins og foringja ber að rita einfalt en ljóst og ekkert virðist koma honum á óvart né valda honum kvíða. Hann hefur lif- andi áhuga á öllu, sem fyrir hann ber og snertir starf hans, hvort heldur það er maðkurinn í skips- kexinu eða hið dularfulla hátterni Patagóníumanna. Hann lítur á það sem hlutverk sitt að tína samvizku- samlega til allar staðreyndir sem réttastar og þá sjaldan hann læt- ur athugasemd falla um uppgötv- anir sínar, þá flýtir hann sér að bæta við, að vel geti verið að hon- um skjátlist. En hann hefur bara ekki oft rangt fyrir sér, né heldur virðist margt fara framhjá hinni heilbrigðu at- hygli hans. Það er gaman að fylgjast með því af dagbókum hans, hvernig athygli hans vex, eftir því sem ferðinni heldur meir fram. Þegar hann legg- ur upp, er hann sjóliðsforinginn, sem hefur stjórn skipsins að sjálf- sögðu helzt í huga, en smámsaman vakna fleiri hugðarefni og hann breytist einnig í áhuganáttúrufræð- ing og mannfræðing. Hann virðist ævinlega vera hleypidómalaus í skiptum sínum við fólk af öðrum litarhætti og annarri menningu. Hann fylgir út í æsar og undan- tekningarlaust, þeim reglum sem hann hefur sett sjálfum sér og skipshöfn sinni, en hann gerir aftur á móti enga tilraun til að beita þeim reglum við annað fólk. Hann tekur fólk, eins og það kem- ur fyrir og virðist hafa lifandi á- huga á öllu mannlegu. Hann virð- ist gæddur þessum grundvallareig- inleika góðs könnuðar, að hann er ekki fyrst og fremst að keppa að einhverju ákveðnu marki, heldur rannsakar og athugar það sem fyr- ir hann ber, alltaf haldinn þörfinni til að sjá hvað sé hinum megin við næstu hæð og þannig koll af kolli þar til yfir lýkur. Það sem vitað er um einkalíf hans vekur undrun manna. Það virðist líkt um hann og Livingstone Afríku- fara, að einkalíf hans hverfur í skuggann af rannsóknarþörfinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.