Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 23
Mennirnir biðu hreyfingar-
lausir inni í þéttum runn-
anum og höfðu miðað
vandlega ljósmyndavélum
sínum. Skyndilega kom í
ljós framundan klettasnös skammt
frá, tvö þráðbein horn, sem stóðu
beint upp í loftið eins og spjót.
Annar mannanna smellti af. Dýrið
stökk í loft upp með beinum fótum
og hvarf síðan. Mennirnir létu
myndavélar sínar síga. — Ég held
við höfum náð ágætri mynd af þessu
stökki, sagði annar þeirra. — Já,
svaraði hinn, og við höfum fengið
meira en mynd af venjulegri kúdú
(stríprennd antilóputegund upp-
runnin í Afríku.) — við höfum náð
mynd af stærðar karldýri með
þráðbein horn, eins og þau gerast
fegurst í hitabeltinu.
Þetta hljómar, eins og mennirnir
hafi verið á veiðum í Afríku, en það
var nú ekki, heldur voru þeir í
Bandaríkjunum.
Ljósmyndurum, sem leita eftir að
mynda villt dýr, nægir oft að
fara til Texas eða Nýju Mexico til
að taka myndir sínar. Þarna eru
kúdú (koodoo) antilópur, stökk-
hafrar (springbok) frá Afríku,
steingeitur (ibex) úr Alpafjöllum,
dádýr (sambur) frá Norður-Ind-
landi, dökkjarpir hafrar (black
buck) úr Evrópu, risastór og
nautsleg antilóputegund (eland)
frá Afríku og önnur antilóputeg-
und (oryx) frá Rauðahafi og þá
enn ein antilóputegund (iilagu)
skammhyrnd mjög og snoðin frá
Persíu, sauðategund (mouflon) frá
Grikklandi, hvít-doppóttar hindur
A Yillidýraveiöura þar sem
Nýja Mexiko er svörtust
Eftir Larry Spain.