Úrval - 01.07.1966, Blaðsíða 122
120
er á jörðinni.
Annað viðfangsefni er það, sem
vísindamenn glíma mjög við, og
líta alvarlegum augum, sem sé það,
að um það bil helmingur þess vatns
sem flýtur um vatnsleiðslurnar
eyðist, ýmist gufar það upp eða
sígur ofan í jarðveginn. Með alls-
konar efnum, og nútíma tækni, má
hamla gegn þessu.
Það er einnig hægt að draga úr
vatnseyðslu í iðnaðinum með því
að margnota sama vatnið og einnig
með því að breyta framleiðsluað-
ferðum serh mest í þá átt, að ekki
þurfi vatn.
En þó að allur sparnaður, sem
hugsanlegur er, væri viðhafður, yrði
vatn samt af skornum skammti,
en höfundarnir Losev og Monina,
hafa svarið á vörunum.
Það er gamalt austurlenzkt mál-
tæki, að kanna af fersku vatni sé
dýrmætari en fljót af söltu vatni.
Eyðimerkur skortir ferskt vatn en
þar er oft nóg af söltu vatni. Nú
ráða menn yfir mörgum leiðum til
að breyta söltu vatni í ferskt vatn.
Eins og á fleiri sviðum, binda
menn mestar vonir í þessu efni við
atómorkuna. Eftir því sem mönn-
um tekst að endurbæta atómafl-
stöðina, eftir því eykst hitaaflgjafi
okkar. Ef hægt væri að nota þann
auka hita, sem atomrafstöð hefur
afgangs til þess að reka afsöltunar
vatnsstöð, þá væri hægt að fá nægj-
anlegt ferskt vatn.
í Sovét eru þeir að byggja sína
fyrstu atómafsöltunarstöð. Atóm-
aflstöð í nánd við Kaspiahafið á að
sjá stórri iðnaðarborg fyrir nægu
fersku vatni.
ÚRVAL
A Altaisvæðinu í nánd við Hima-
lajafjöllin hefur verið notuð af-
söltunaraðferð kennd við dr. Ghell—
er, og er þar um frystingu að ræða.
Söltu vatni er safnað á haustin og
þegar það frýs á veturna, þá leit-
ar saltið til botns, en ísinn verður
ósaltur.
í Turkmeniu hefur sólarorkan
verið hagnýtt til afsöltunar og þetta
er mjög einföld aðferð og lofar
sérlega góðu, hvað snertir eyði-
merkurnar, þar sem sólarorkan er
ótæmandi en ferskt vatn ekkert.
Þá er að minnast neðanjarðar
„hafanna", sem nefnd voru snemma
í þessari grein. Stærsta eyðimörk
veraldarinnar, Sahara, flýtur í raun-
réttri á geysistóru hafi, sem telur
margar billjónir teningsmetra af
vatni. Sólin gæti lagt til þá orku,
sem þarf' til að draga það upp úr
iðrum jarðar svo að eyðimörkin
blómgaðist.
Ungverjaland flýtur einnig á slík-
um neðanjarðarsjó, og er hann frá
3 þús. fetum til 10 þús. feta undir
yfirborðinu. Hann tekur yfir svipað
svæði og tveir þriðju hlutai> Ung-
verjalands. Þarna eru menn byrjaðir
að nýta þessi auðæfi. Önnur lönd,
eins og Island, Ítalía og Sovét-
samveldið eru einnig byrjuð að
nýta þessi neðanjarðarvatnsból.
Og enn eru ótaldar margar æva-
fornar aðferðir til að ná vatni. í
Vali Fatma vininni um það bil 60
mílur frá Jidda í Saudi-Arabíu, er
vatn í nokkrum brunnum. Hvaðan
kemur þetta vatn? Munnmælin
herma, að þarna hafi sprottið upp
vatn, þegar systir Múhameðs beið
þarna aldurtila, en það rétta er,