Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 83

Úrval - 01.07.1966, Qupperneq 83
LAND FYRIR STAFNI 81 stundum svo og barnamorð, þá voru þarna engin hnignunarmerki, né ó- rói í mannfólkinu. Þar sem skot- vopn þekktust ekki, var erfitt fyr- ir nokkurn einn mann að ná alger- um vöidum, þarna var heldur eng- in orsök til valdasýki eða frama- girni, og sektartilfinning mátti heita óþekkt hugtak. Bougainville, sem hafði í fersku minni, Sjö ára stríðið í Evrópu, þeg- ar hann var á ferð, líkti eyjunni við Paradís eða garðinn Eden, og skírði hana því upp, og kallaði hana Hina nýju Cytheríu, eftir eyjunni í Mið- jarðarhafi, þar sem Aphrodite (eða Venus) reis fyrst úr hafdjúpunum. Bougainville hefur að vísu miklað fyrir sér sæluna þarna. hann vissi til dæmis ekki um mannfórnirnar, en það er samt erfitt að hugsa sér meiri reginmun á lífsviðhorfum, og lifnaðarháttum, en hjá hinum á- hyggjulausu Tahitibúum og hinum níutíu Englendingum á Endeavour, sem vörpuðu akkerum á Matavai flóa árið 1769. Cook hafði verið fengið í hendur tvíþætt hlutverk og átti að ríkja leynd yfir öðru þeirra. Hann átti fyrst og gera stjarnfræðilegar athug- anir á göngu Venusar, en hann gekk fyrir sólu þann 3. júní þetta ár, og Tahiti hafði orðið fyrir valinu til þessara athugana. Hann átti síðan að kortleggja eyj- una og næstu eyjar og halda síðan áfram ferð sinni um Suður-Kyrra- hafið, ef þar kynni að finnast meg- inland. Það var tilviljun, að Tahiti varð fyrir valinu í þessu tvíþætta skyni. Menn vissu það mikið um Kyrra- hafið, að það var urn fleiri staði að ræða til stjarnfræðiathugananna, og um Tahiti vissi enginn maður á Eng- landi fyrr en skömmu áður en Cook lét úr höfn. Wallis á Höfrungnum sigldi að landi. eftir langa ferð, nokkrum vik- um áður en Cook hélt af stað. Hann fræddi menn um þessa eyju, sem biði upp á öndvegisskipalægi og vinsamlega íbúa og hún reyndist á- gætlega staðsett til athugananna. Tahiti varð því fyrir valinu á síð- ustu stundu, sem ákvörðunarstaður Cooks og hans manna. Þegar hér er komið sögu er Cook fertugur, og það er furðuefni, að hann skyldi valinn til að stjórna þessum leiðangri, sem var bæði á- hættusamur og mikilsverður. Hann var sonur verkamanns í Yorkshire og vann í æsku í sveit og síðan við verzlun, og það var ekki fyrr en hann var átján ára, að hann hóf sjómennsku. Hann sigldi fyrst skip- um, sem fluttu kol, og í þeim sigl- ingum er hann fram yfir hálf-þrí- tugt, en tuttugu og sjö ára hefur hann gengið í flotann. Hann var orðinn stýrimaður í verzlunarflotan- um, en féll í tign, af skiljanlegum ástæðum, þegar hann gekk í stríðs- flota Hans hátignar og var talinn þar fullgildur háseti. Hann þjón- aði í flotanum bæði í Kanada og Nýja-Sjálandi, en að þeirri þjónustu lokinni, hafði hann ekki enn verið skipaður foringi. Þó að flotastjórn- in léti sér þannig hægt með að auka frama Cooks, þá var það ekki af þvi, að hún hefði nokkrar sakir á hendur honum nema síður væri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.