Úrval - 01.07.1966, Síða 78

Úrval - 01.07.1966, Síða 78
76 ÚRVAL bragðsdökku eyjarskeggja urðu svo afdrifarík, bæði fyrir eyjarskeggja almennt í Kyrrahafinu og Evrópu- búa sjálfa, að þau verður að telja til þeirra atburða sögunnar, sem marka tímamót. Við skulum áður en lengra er haldið og í Ijósi þeirra þekkingar, sem við ráðum yfir í dag gera okkur í hugarlund, hvernig iandshættir voru á Tahiti um miðja átjándu öldina. Þessi eyja var aðeins smádepill á hinu mikla úthafi, einar þrjátíu mílur á lengd og 400 fermílur að flatarmáli, en fjallið á miðju eyj- arinnar var 2400 metra hátt og sást sextíu mílur á haf út. Hlíðar fjallanna voru klæddar þykkum hitabeltisskógi og á flötun- um neðra reikuðu íbúarnir um inn- an um kokostré og önnur aldintré. Þorp voru engin og skýlin í skugg- um pálmatrjánna voru opin til allra átta svo að hafgolan gæti leikið um þau, og stóðu þau dreift, með 40— 50 metra bili en veltroðinn götu- slóði lá á milli þeirra. Af eyjunni sást til annarra eyja út við sjón- deildarhringinn en Tahiti var stærsta eyjan í klasanum og hin Ef eklci er annað tekið fram, á höfundur sjálfsagt við enska Statute mílu, 1609 km. enda þótt um vegalengdir á sjó sé stundum að ræða eins og í þessu til- viki. Þýð. sérkennilega lögun eyjarinnar, hún er eins og stundaglas, og þá annar hlutinn miklu stærri en hinn — veitti skjól og öruggt skipalægi, sem jafnframt var í skjóli kóralrifa. Enda þótt eyjan lægi í hitabelt- inu á miðju Kyrrahafi, eða rétt norður af Steingeitarmerkinu (Skammt frá syðri hvarfbaug. Þýð.) þá er hið heita og raka lofts- lag ekki þrúgandi, og ferskt vatn nægjanlegt í fjallalækjunum og blóm og ávextir ux!u hvarvetna. Líkt og á Kaprí í Miðjarðarhafnu, fer þarna saman blómleg frjósemi og nakin tign, og það er ekki á- stæðulaust að kalla Tahiti fegurstu eyju þessa hnattar. Eyjuna skort- ir að vísu minjar og þann virðu- leika sem fylgir slíkum minjum um forna menningu, en samt sem áð- ur var þarna að finna hjartslátt hinnar polynesisku menningar. Á tímum Cooks var fjöldi eyjar- skeggja um það bil 40 þúsund, og í augum sjómannanna, sem renndu þarna fyrstir að landi, þreyttir af endalausu hafinu og verunni um borð — virtist fólkið ekki síður fagurt en náttúruumhverfið. Menn- irnir voru háir og vel vaxnir og húð þeirra mjúk og ekki ýkja dökk, stundum litlu dekkri en Miðjarð- arhafsbúa, og konurnar voru holdi- gæddar draumadísir. Dagbókarhöf- undarnir á Endeavour láta mikið yfir dökkum gljáandi augum þeirra og reglulegum hvítum tönnum, og síðan af blómunum í dökku hárinu og vonarbrosinu á öllu andlitinu. Tahitibúar klæddust víðum lita- skærum kyrtlum, sem þeir á kvöld- um eða í viðurvist virðingarmanna létu falla niður að mitti og blöstu þá við hin fögru og mjúku brjóst kvennanna. Auðvitað var ekki allt fullkomið þarna að fegurð né yndi. Evrópu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.