Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 11
ÞEGAR BIRNIRNIR LEGGJAST í VETRARDVALA
9
ttiagann, og lagði hrammana yfir
höfuðið. Hún slakaði á öllum vöðv-
um, rumdi lágt og værðarlega og
íéll smám saman í hinn djúpa og
leyndardómsfulla svefn, sem átti
eftir að lækka hitastig líkama henn-
ar og draga úr hjartslætti hennar
°g andardrætti, þ.e. gera alla lík-
amsstarfsemi hennar hægari en hún
var áður. í vetrardvala sínum tæk-
ist henni að lifa af hinn kalda og
harða vetur Gulsteinagarðs, þar
sem engan matarbita yrði að fá.
Vetrardvalinn er uppfinning Móður
Náttúru skógarbjörnunum og öðr-
um dýrum til verndar.
Birnan hafði ekki hugmynd um,
að í gult plastband um háls hennar
var fest lítil útvarpssendistöð, sem
sendi stöðugt frá sér merki. Þrír
vísindamenn höfðu fylgt birnunni
eftir, en útvarpssendimerkin höfðu
vísað þeim leiðina. Nú þrömmuðu
þeir upp bratta brekkuna í hríð-
inni. Síðan urðu útvarpsmerkin
smám saman daufari. Þau komust
varla lengur í gegnum jarðveginn,
sem lá ofan á híði birnunnar. Dr.
Brank Craighead, jr. náttúrufræð-
ingur, forseti Environmental Rese-
arch Institute, rannsóknarstofnun-
ar, sem hefur með höndum rann-
sókn á lífi og lífsskilyrðum ýmissa
dýra og umhverfi því, sem þau lifa
í, skælbrosti til félaga sinna, þeirra
dr. Johns Craigheads og Maurice
Hornockers. „Hún er lögzt í híðið“,
sagði hann. „Sú gamla er farin í
rúmið.“ Fimm ára rannsóknar-
starfi var nú á vissan hátt lokið og
með fullum sigri. í fyrsta skipti í
sögunni hafði tekizt að elta grá-
björninn alveg að híðisdyrunum
með hjálp útvarpsmerkja.
Líffrœðileg klukka. Frank virti
fyrir sér hina bláhvítu auðn ná-
lægt Silungalæk í leit að merkjum,
sem gætu skýrt honum frá því,
hvað það var, sem hafði varað
birnuna við því, að næsta morgun
yrði allur heimur hennar á kafi í
snjó, sem mundi ekki sleppa heljar-
taki sínu fyrr en með vorinu. Nú
var snjórinn að breiða hvíta blæju
sína hægt og hægt yfir gjár og
skóga, og stóra gráuglan grufði sig
upp við trjábol. En þessi merki um
hinn aðvífandi vetur höfðu verið
sýnileg áður þetta haust. Haustið
í Gulsteinagarði er ekki reglubund-
ið. Á þeirri árstíð getur allt gerzt.
f hvert sinn sem byrjaði að snjóa
þetta haust, héldu mennirnir, að nú
væri veturinn kominn. En birnirnir
höfðu ekki verið á sömu skoðun.
Þeir höfðu látið sem ekkert væri
og haldið áfram að lifa sínu venju-
lega lífi þrátt fyrir snjókomuna.
Með hjálp einhverrar dularfullrar
eðlisávísunar höfðu þeir skynjað,
að þessir fyrstu snjóar haustsins
mundu brátt bráðna aftur og loft-
ið hlýna á nýjan leik, já, allt upp
fyrir frostmark.
En þennan dag fóru allir grábirn-
irnir á Gulasteinahásléttunni beina
leið í „rúmið“ svo hundruðum
skipti. Craigheadbræðurnir vissu af
reynslu fyrri ára, að sérhver grá-
björn í garðinum yrði snjóaður inni
í híði sínu við rætur einhvers ein-
manalegs trés, þegar dagur kom að
kvöldi. En samt var ekkert í nátt-
úrunni, sem virtist benda til, að
þessi dagur væri neitt frábrugðinn
öðrum snjókomudögum þetta haust,