Úrval - 01.11.1966, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
á litlu svæði, og ennþá skýrar koma
þær fram þegar í nánd við þær eru
aldimmir og stjarnlausir blettir eins
og t.d. Kolapokinn.
Sá hluti Vetrarbrautarinnar, sem
sést á haustin í ágúst og september
á suður og vesturhimni, greinist í
tvær álmur eða kvíslar, sem renna
ekki saman fyrr en á þeim hluta
suðurhiminsins sem við sjáum ekki
til, skammt frá Suðurkrossinum. Þar
sem við lítum ljósrastir Vetrarbraut-
arinnar er hver stjörnuskarinn að
baki öðrum. Flestar þessara stjarna
eru í þúsunda Ijósára fjarlægð og
þessvegna svo daUfar að engin ein-
stök þeirra verður greind með ber-
um augum. En samanlögð birta
þeirra megnar að sýna hina Ijósu
slæðu Vetrarbrautarinnar um þver-
an himininn.
Ef við hugsuðum okkur að við
værum komin inn í risavaxinn
kringlulagaðan mýflugnasveim,
hvernig væri'þá um að iitast? Hugs-
um okkur að þessi mikli sveimur
sé 100 metrar í þvermál og tíu
metra þykkur. Við veljum okkur
stað í þrjátíu metra fjarlægð frá
miðju, ■— en milli efsta og neðsta
borðs — og lítum svo út frá
miðju, úti brúnina og sjáum þá
myndaða af mýflugum. En ef við
myndaða a fmýflugum. En ef við
dökka en ekki alveg samfellda rák,
lítum inn til miðju sjáum við óslitna
kolsvarta mýflugnarák því í þessa
áttina er miklu lengra að líta inn í
sveiminn.
Af samskonar ástæðu er það að
við sjáum Ijósrák Vetrarbrautarinn-
ar á himni okkar, en þar sem stjörn-
ur eru bjartar enn ekki svartar,
verður Vetrarbrautin hvorki svört
né grá heldur nærri því hvít. Einmitt
af því að sólhverfi vort er — eins og
athugandinn í mýflugnasveiminum,
nær jaðri stjörnusveipsins en miðju,
verður sá hluti Vetrarbrautarinnar,
sem við sjáum á kvöldum síðla sum-
ars, miklu bjartari og fjölstirndari
en Vetrarbraut vetrarhiminsins, því
þá horfum við frá miðju og út að
jaðri kerfisins svo að þykknið og
fjöldinn verður ekki eins mikið.
Einn af starfsmönnum okkar flytur orðsendingar milli rannsókn-
arstofu okkar og aðalverksmiðjubyggingarinnar. Hann hefur sérstaka
möppu, sem hann flytur orðsendingar þessar í. Þegar hann er ekki
að nota hana, er hún geymd í skrifborðsskúffu í móttökuherberginu.
Nýlega kom sölumaður einn þangað og spurði eftir þessum starfs-
manni. Afgreiðslustúlkan gekk þá að skrifborðinu, opnaði skúffuna,
gægðist ofan í hana og sagði svo: „Mér Þykir það leitt, herra minn, en
hann er ekki við.“ Sölumaðurinn var mjög undrandi á svipinn, þegar
hann gekk út. M. B.